Muninn

Volume

Muninn - 29.10.1987, Page 38

Muninn - 29.10.1987, Page 38
Á Brauðskorpunni einni saman Frá FRAMA í þessari grein ætlum við að fara nokkrum orðum um það hversu nauðsynlegt er að geta verslað innandyra í vondum veðrum, og rifja í því sambandi upp ffásögn af frændkonu okkar ágætri. Frændkona þessi á heima í höfuðborginni okkar, einmitt á þeim stað þar sem áður var stutt í búðina á horninu, en sú búð er löngu farin á hausinn eins og aðrar búðir á öðrum hornum. í stað þeirra er hins vegar risin stór og mikil verslun í hinum enda bæjarins, allt saman útreiknað til að ná sem lægstu verði, og til að gott sé að versla þar í stórhríð. Og svo var það eitt sinn í desemberstórhríð að frændkonan varð mjólkurlaus og úr mjög vöndu að ráða. Fyrst er nú til að taka að hún er einstætt foreldri (fór frá karlinum því hann var farinn að berja hana í framan), og í öðru lagi er hún bíllaus. En allt í einu hugkvæmdist henni Brauðskorpan, þessi mikla marmarahöll kaupmennskunnar. Svo hún gekk af stað út á næstu strætóstoppistöð, í ullarkápu og sérstökum einstæðings nælonsokkum sem eru þeim kostum gæddir að nudda og örva fæturna svo, að það verður hreinasta unun að ganga. Þegar hún svo steig út nálægt Brauðskorpunni umluktu hana svo háir ruðningar að ekki sá til neinnar áttar nema upp í loft (en þangað sá raunar ekki heldur íyrir hríðinni). En frændkonan lét þetta ekki á sig fá. Hún arkaði upp ruðninginn, eða allavega reyndi, en ruðningar eru einstæðum foreldrum engu greiðfærari en öðru fólki. Þegar upp kom var hún farin að skríða, búin að snúa annan ökklann og orðin aum í hnjánum. Þó komst hún niður hinum megin, náði taki á ljósastaur og hékk þar eins og fyllibytta. Því var ekki að sökum að spyrja, lögreglan stakk henni umsvifalaust í steininn, enda ölvun á almannafæri í andstöðu við lögin. Þar sat konan fram á morgun, en þegar henni var sleppt hafði einn krakkinn drukknað í baðinu, annar skorið sig með hnífi, og sá þriðji kveikt í blokkinni. Af þessari sögu má sjá nauðsyn þess að hægt sé að versla innandyra í stórhríðum. Blessaður sé leiðtogi vor. 38 <• '//«//e//;/ áw

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.