Muninn

Volume

Muninn - 29.10.1987, Page 40

Muninn - 29.10.1987, Page 40
Saga skólans er orðin löng og viðburðarík. Með þessari grein ætla ég að kynna fyrir nemend- um, þá helst nýnemum, sögu skólans í sem stystu máli. Einnig mun ég Qalla aðeins um fram- tíðaráform í byggingum við skól- ann. Heiti greinarinnar er ”29” og kann ýmsum að finnast það skrýtið, en það er vegna þess að margir atburðir gerðust 29. ein- hvers mánaðar, þar á meðal á Muninn afmæli þann 29. októ- ber. Ýmislegt hefur breyst á þessum 107 árum sem skólinn hefur starfað, t.d. hafa sjö skólameist- arar verið við völd: Jón A. Hjaltalín (1880-1908), Stefán Stefánsson (1908-1921), Sigurð- ur Guðmundsson (1921-1947), Þórarinn Björnsson (1948-1968), Steindór Jónas Steindórsson (1968-1972), Tfyggvi Gíslason (1972-1986) og núna situr Jó- hann Sigurjónsson að völdum. En þá er tími til kominn að hefja ágripið, það hefst á árinu 1887: Á Alþingi 1877 var lagt fram frumvarp í 6 greinum um stofn- un gagnfræðaskóla á Möðruvöll- um og það samþykkt 29. ágúst sama ár. Þann 1. október 1880 var Möðruvallaskóli svo hátíð- lega settur, og hefst þar með saga Menntaskólans á Akureyri eins og hann heitir nú. Á árunum 1890 til 1900 voru uppi ýmsar raddir um að flytja skólann frá Möðruvöllum til Akureyrar. Bruninn að Möðru- Fjósið er nýendurbætt. völlum 22. mars 1902 flýtti fyrir þessum flutningi. Skólinn var um sinn á hrakhólum en þann 29. apríl 1904 var hafist handa við að reisa nýtt skólahús eftir teikningum Snorra Jónssonar. Nefnist þetta hús nú Gamli skóli í daglegu tali nemenda. Um haustið sama ár hófst kennsla í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og var húsið tilbúið að fullu síð- ari hluta árs 1905. Enn vantaði þó tvö ár til viðbótar til að hægt væri að hefja leikfimikennslu í hinu gamla fjósi skólameistara. Á næstu árum bætast svo kennslustofur við í skólahúsinu og ýmsar endurbætur eru gerðar. Meðal ákvæða í lögum um Gagnfræðaskólann á Akureyri var grein sem kvað á um það að í húsinu skyldu vera vistir fyrir um 45-50 manns og voru her- bergi bæði í kjallara og á jarðhæð og síðar á efstu hæð og í risi. Vistin í Gamla skóla var notuð alveg fram undir 1973, en síðan hafa engir nemendur búið í gamla skólahúsinu. í níu ár, frá því 1921 til 1930 hafði verið karpað nær hvert ár á Alþingi um breytingu á gagn- fræðaskólanum. Áhugi var mikill hjá heimamönnum að breyta skólanum í menntaskóla, en margir, aðallega syðra, fundu því flest til foráttu. Þann 5. apríl 1930 var þó loks samþykkt Það var tími til kominn. 40. //«, 0“$ á k

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.