Muninn

Volume

Muninn - 29.10.1987, Page 43

Muninn - 29.10.1987, Page 43
Nýlega var skipt um þakklæðn- ingu á norðurhluta Gamla skóla. Dugði þetta vel um sinn ”(Saga Menntaskólans á Akureyri II, bls.46,d.2). Greinilegt er að ýmislegt hefur gengið á og enn gátu kynskiptir bekkir ekki farið í leikfimi, en úr því rættist nokkru seinna. I sumar var unnið að endurbót- um bæði á sturtuklefa og búningsherbergjum og lauk þeim rétt áður en kennsla hófst í ár. Fjósið er nú orðið hið vistlegasta íþróttahús og verður sjálfsagt mikil aðsókn að því í ár eftir því sem reynsla fyrri ára sýnir okkur. Viðhald á Möðruvöllum hefur ekki verið mikið enn sem komið er. Nú er svo komið að járna- bindingin í veggjum er farin að sprengja frá sér steypuna og sést víða í ryðgað jám. Búast má við að að eitthvað verði farið að endurnýja bygginguna. Meðal annars eru áform uppi um að auka kennslurými og tengjast þau öll Möðruvallahúsinu. 20 af 80 herbergjum heimavist- ar hafa verið endurnýjuð á und- aníbmum mánuðum og er það til mikilla bóta fýrir heimavistar- búa. Hillum hefur verið fjölgað og rúmin hafa verið endurnýjuð. Gert er ráð fýrir að einn gangur verði tekinn í gegn í vetur og her- bergi lagfærð, þá verður anddyri málað, teppalagt og svo má lengi telja. Heimavistin er fýrir löngu orðin of h'til, og er nú bara tíma- spursmál hvenær hafist verður handa við stóra viðbyggingu við vistina. í henni mun verða pláss fýrir 110 nemendur, 100 í tveggja manna herbergjum og 10 í eins manns herbergjum. Mun sú við- bygging bæta mjög úr húsnæðis- skorti nemenda hér á Akureyri. Núna er ekki langt í það að haf- ist verði handa við byggingu nátt- úruvísindastofnunar á lóð skól- ans, nánar tiltekið á fótboltavell- inum sem er suð-suð-vestan við Heimavistina. Mun þessi bygg- ing hýsa Náttúrugripasafn Akur- í fyrra var tréverki á burstum skólans komið í fýrra horf. eyrarbæjar sem nú er í sama húsi og 'Iönlistarskólinn og er í hús- næðisskorti þar. Einnig verða þarna kennslustofur og ýmislegt fleira sem við kemur náttúruvís- indum af ýmsu tagi. Eflaust mun þessi stofnun gera Menntaskól- anum kleift að brydda upp á mörgum nýjungum í náttúru- fræðikennslu og auka við þá hlið náttúrufræðideildarinnar sem snýr að náttúruvísindum ýmis konar. Þá er lokið þessu stutta ágripi. Ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af. Jón Hjalti Ásmundsson. Síðasta nýbygging við M.A. áwz, 43

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.