Muninn

Volume

Muninn - 29.10.1987, Page 44

Muninn - 29.10.1987, Page 44
Heyrðu mig Þorvaldur... Viðtal við nýnema Tfexti og myndir: Ritstjórn Eitthundraðogsjötíu ný- nemar hófu nám við skól- ann í haust. Eftir eilitla erfiðleika tókst okkur að góma einn þeirra og spurð- um hann spjörunum úr. Að vanda hófum við spum- ingahríðina gáfulega: Hvað heitirðu og hvaðan kemurðu Þorvaldur? Þorvaldur Lúðvík Sigurjóns- son, ég er frá Akureyri. I hvaða skóla varstu Þor- valdur? Ég var í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hvemig finnst þér skólinn enn sem komið er, finnst þér hann erfiður Þor- valdur? Nei, nei. Þetta gekk í rauninni eins og það átti að gera. Ég held að þetta sé ekkert erfiðara en maður fékk að heyra. Það sem gildir er að læra heima og vera bara fyrirmyndar nemandi, a.m.k. á meðan maður er að komast af stað. Em námsgreinamar ekkert erfiðar að þínu mati Þorvaldur? Jú jú, þetta er náttúrulega ekkert spaug, það er þá bara að læra heima, læra það sem maður er ekki nógu sleipur í. Ertu búinn að ganga í eitthvert félag í skólanum Þorvaldur? Nei ég var veikur þegar kynn- ingin var í Möðruvallakjallara en ég ætla mér að ganga í FRÍMA. 44 í///tttttettt Hvaða fög finnst þér skemmtilegust Þorvaldur? Ég er í raun ekki búinn að gera það upp við mig, jarðfræðin er vafalaust leiðinlegust, það má undirstrika það... Ég veit það ekki, ég hef grun um að þau séu öll sömul jafnleiðinleg. En er ekkert fag sem er skemmtilegt Þorvaldur? Ja... Ég held að það sé ekkert fag sem ég er í núna sem skar- ar fram úr í skemmtilegheit- um. Þau eru öll miserfið og auðvitað er skemmtilegast í þeim fögum sem manni geng- ur vel í. Ertu búinn að ákveða á hvaða braut þú aetlar Þor- valdur? Já ég stefni á náttúrufræði- braut, hvað sem verður svo úr því. Hvemig fannst þér busa- vígslan Þorvaldur? Ég var eindregið á móti þessu. Ég var nú veikur þegar ég var vígður og vígslan gekk ágæt- lega framan af, en þegar við áttum að fara að ganga niður í bæ öll alveg hundvot og í þessu slagveðri sem var, þá hitnaði mér nú í hamsi. Það var örugglega minni mæting á

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.