Muninn

Árgangur

Muninn - 29.10.1987, Síða 52

Muninn - 29.10.1987, Síða 52
Lög Hugins NAFN OG TILGANGUR 1. Félagið heitir HUGINN og er skólafélag Menntaskólans á Akureyri. 2. Stjórn skólafélagsins er nemendaráð M.A. 3. Félagar eru allir reglulegir og óreglulegir nemendur skól- ans, nema öldungardeildar- nemar. Skulu þeir greiða félagsgjald sem nemendur ákveða í kosningum ár hvert að loknum umræðum á skóla- fundi þar sem fram skulu koma tillögur um félagsgjöld ffá stjórn Hugins. Kjörstjórn sjái um undirbúning kosning- anna, framkvæmd þeirra og talningu atkvæða. Félagsgjöld skólafélagsins skulu innheimt á sama hátt og önnur skóla- gjöld. Öllum öldungardeild- arnemum og kennurum skal þó heimilt að greiða skóla- félagsgjöld hafi þeir áhuga á að starfa að félagsmálum innan skólans. 4. Félagsgjöldum Hugins skal eingöngu varið til félagsstarf- semi á vegum skólans. 5. Gjalddagi skólafélags- gjalda er 1. vetrardagur og eindagi þeirra 1. nóvember. 6. Til staðfestingar þess að gjaldið hafi verið greitt skal afhent sérstakt skóla- og fé- lagsskírteini með fullu nafni, lögheimili, nafnnúmeri, fæð- ingardegi og ári, stimplaðri mynd af viðkomandi aðila og öðrum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar kunna að þykja. Þetta skírteini gefa út í sameiningu skólastjórn og skólafélagsstjórn. 7. Tilgangur félagsins er að: 1) gæta hagsmuna nemenda gagnvart skólayfirvöldum og ráðuneyti og virkja nemendur til baráttu fyrir hagsmunum sínum. Skal það starfrækja hagsmunaráð sem hafi þetta verkefni með höndum. 2) gefa út blað er auðveldi fé- lagsmönnum að koma á fram- færi skoðunum sínum og á- hugamálum í rituðu máli. 3) styðja við bakið á annarri félagsstarfsemi í skólanum eftir föngum og skulu þau fé- lög innan skólans sem fá styrk frá skólafélaginu halda ná- kvæmt bókhald yfir íjárreiður sínar. II STJÓRN FÉLAGSINS 1. Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum: formanni, ritara og gjaldkera, auk forseta hagsmunaráðs, ritstjóra Munins, formanni málfunda- félags Hugins og skemmtana- stjóra sem eru meðstjórn- endur. Allir þeir sem skipa stjórnina hafa jafnan atkvæð- isrétt á stjórnarfundum. 2. í verkahring stjórnarinnar er að: 1) semja fjárhagsáætlun fyrir starfárið, áætla félagsgjöld í samræmi við hana og dreifa áætluninni til nemenda sólar- hring áður en hún er borin undir nemendur til sam- þykkis. 2) boða til skólafunda. 3) sjá um málfundastarfsemi. 4) sjá um kosningu formanna þeirra klúbba og félaga sem upp kunna að koma að hausti. 5) Skólafélagsstjórn skal sjá um að boða til fundar með 1. bekk í rðbyrjun hvers skóla- árs. Æskilegt er að það gerist innan 10 daga frá skólasetn- ingu. Á þessum fundi skal kjósa fulltrúa 1. bekkjar í rit- stjórn Munins, einn fulltrúa í hagsmunaráð og formann 1. bekkjar. 3. Gjaldkeri sér um fjárreiður félagsins og um að færa yfir þær nákvæmt bókhald. Hann skal gera grein fyrir öllum helstu útgjalda- og tekjuliðum skólafélagsins, í hverju tölu- blaði Munins. 4. Skemmtanastjóri skal sjá um skipulagningu tímatöflu á Möðruvallakjallara. Auk þess skal hann sjá um kvöldvökur og framkvæmdir á öðrum skemmtunum á vegum skóla- félagsstjórnar. 5. Að öðru leyti skiptir stjórn- in með sér verkum. 6. Stjórnin skal birta reikn- inga endurskoðaða af löggilt- um endurskoðendum í lok hvers kjörtímabils. 7. Stjórnin skal sjá um að í lok hvers skólaárs verði birtir endurskoðaðir reikningar félaga þeirra sem skólafélagið styður fjárhagslega. TVeir endurskoðendur skulu kosnir til verksins úr röðum nem- enda á aðlfundi II. 8. Stjórnin skal ekki veita styrki til einstakra félaga nema þau hafi skilað endur- skoðuðu bókhaldi fyrir síð- asta starfsár. Nýstofnuð félög geta sótt um styrk. 9. Stjórnin skal í byrjun skóla- árs sjá um að kynna fýrir nemendum félagsstarfsemi þá sem fram fer innan skólans. 10. Stjórnin skal a.m.k. einu 52 - //(/stfsrff óYY á

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.