Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 29.10.1987, Qupperneq 53

Muninn - 29.10.1987, Qupperneq 53
sinni á önn halda fund með formönnum félaga og öðrum framámönnum í félagslífi skólans til samræmingar á fé- lagsstarfi annarinnar. III HAGSMUNARÁÐ 1. Ráðið heitir hagsmunaráð Hugins. 2. Hagsmunaráð fjallar um og gætir (sameiginlegra) hags- muna nemenda, gagnvart þeim sem standa að og sjá um skólann og skólastarfsemi, í umboði stjórnar skólafé- lagsins. 3. Hagsmunaráð fjallar um: 1) breytingar á kennsluhátt- um og öðrum starfsháttum skólans í samráði við skóla- stjórn. 2) vandamál sem upp kunna að koma í sambandi við al- menn skólastörf. 3) önnur mál sem einstakir nemendur eða skólastjórn æskja að hagsmunaráð taki afstöðu til. 4. Hagsmunaráð er skipað fimm mönnum, forseta og ein- um manni úr hverjum bekk að auki. Þeir skulu kosnir á aðal- fundi II, nema fulltrúi 1. bekkjar. 5. Hagsmunaráð leitast við að útvega afslátt í verslunum bæjarins, félögum til handa, og birtir upplýsingar þar um til nemenda. 6. Hagsmunaráð hefur rétt til að skipa nefndir eða einstakl- inga til starfa við hagsmuna- mál. 7. Hagsmunaráð felur forseta sínum að krefjast skóla- fundar, ef það vill fá álit nemenda á einstökum málun, sem skólastjórn hefur til með ferðar. Fulltrúar nemenda túlka svo aftur niðurstöður skólafundar þar. 8. Hagsmunaráð skal afla upplýsinga og gagna eftir föngum um þau mál sem liggja fýrir skólafundum. Slík gögn skulu liggja fýrir á fund- unum. 9. Hagsmunaráð skal taka af- stöðu til viðbragða skólas- tjórnar (eða viðkomandi aðila) við ályktunum skólafundar og taka ákvarðanir ásamt stjórn félagsins um hugsan- legar aðgerðir, málinu til á- réttingar. 10. Hagsmunaráð skal sjá um skipun fulltrúa nemenda í skólastjórn samkvæmt úrslit- um kosninga á aðalfundi II. IV SKÓLABLAÐIÐ MUNINN 1. Blað skólafélagsins heitir Muninn. 2. Efni þess skal ávallt leitast við að hafa sem fjöbreyttast. 3. Auk ritstjórans skal rit- stjórn blaðsins skipuð sex nemendum, einum fulltrúa úr hverjum bekk og tveimur að auki. Skulu þeir kosnir á aða- lfundi II, nema fulltrúi 1. bekkjar. 4. Ritstjóri blaðsins skal vera ábyrgðarmaður þess. 5. Ritstjórn á rétt á því, að nota fullt nafn. Leyfilegt er að birta dulnefni. 6. Skólafélagið styður ekki fjárhagslega önnur blöð en Munin. 7. í blaðinu skal birta reikn- inga skólafélagsins eins og kveðið er á um í II.3 V MÁLFUNDAFÉLAG HUGINS 1. Félagið heitir Málfunda- félag Hugins. 2. Félagar eru allir félagar Hugins. 3. Tilgangur félagsins er að gefa mönnum kost á að æfa sig í ræðumennsku og framsögn og skal félagið ná tilgangi sínum með því að halda fundi eins oft og stjórn þess þykir tilefni gefa til. Þar inn í skal falla mælskukeppni og e.t.v. sameiginlegir málfundir með öðrum skólum. Auk þessa skal félagið efna til mælsku- námskeiða. 4. Stjórn félagsins skipa fimm menn: Formaður, ritariogþrír meðstjórnendur. Formaður er kosinn á aðalfundi II. Aðrir meðlimir stjórnarinnar eru kosnir af félögum í M.F.H. á aðalfundi félagsins. 5. Stjórn málfundafélagsins skal skipta með sér verkum. 1) Formaður skal hafa stjórn félagsins á hendi sér ásamt öðrum stjórnarmeðlimum. Formaður er fundarstjóri á málfundum nema hann skipi annan í sinn stað. 2) Ritari skal halda gjörðabók félagsins og rita í hana fundar- gerðir, er samþykktar hafa verið á fundum. Skal hann einnig vera fundarritari sé ekki annar skipaður í hans stað. 3) Meðstjórnendur skulu að- stoða við val efnis og allan undirbúning funda. 6. Reglusemi skal gætt í hví- vetna á fundum félagsins og skal fundarstjóri styðjast við almenn fundarsköp. ** ffff ánO' 53

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.