Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 5

Dýravinurinn - 01.01.1893, Síða 5
h-o-x-a- Gamli Lótan. (Persnesk-spönsk þjóðsaga). ótan var alræmt íllmenni og hörkutól bæði við menn og málleysingja. Hann var auðugur að gángandi tje og bjó undir Letatjalli, þar sem andinn Gúlú átti heima. Allir vissu að Gúlú hataði Lótan, því Gúlú er verndari dýranna og tekur þau til sín þegar þau deyja, en Lotan var mesti hesta níðingur og með allar skepnur fór hann ílla. Agirndin hvíslaði því alt of opt að honum, að leggja of þúngt á asna sína og hesta, og svo barði hann hvað sem fyrir var, þegar geðvonskan hljóp í hann. Hann var nú orðinn fertugur maður og hafði búið þar í 20 ár á föðurleifð sinni; á þessum árum hafði hann nítt og drepið marga skepnu, og þó hafði hefndarandinn Gúlú aldrei getað feingið fáng á honum til að jafna á honum, því glögg mörk voru um fjallið, sem 'greindu ríki andans frá löndum nágrannanna og yfir þau mörk máttí Gúlú aldrei stíga. þ>etta vissi Lótan og skákaði óhræddur í því hróksvaldi. Lótan var einlagt í vinnufólks hraki og varð því optast að fara sjálfur til aðdrátta. Eitt haust fór liann sem optar í kaupstaðinn til að sækja sjer salt. Hann fór sjálfur gángandi, og teymdi á eptir sjer einn asna. Lótan fór aldrei tómhentur úr kaupstað, og í þetta sinn voru það aungvir smáræðis baggar, sem hann hafði á asnanum þegar hann sneri heimleiðis. Vegurinn lá yfir Letaheiði skamt frá fjallinu. Lótan var vanur að hafa heiðina í einum áfánga og eins ætlaði hann að hafa það í þetta sinn, en heiðin var íllilega á fótinn og svo fór að rigna þegar af dagmálum leið, svo götur urðu blautar og rann asninn í hverju spori.*| Lótan lagði þá upp á hann tauminn, gekk svo sjálfur á eptir honum og Ijet reyrprik sitt minna hann á að halda áfram þegar honum þótti hann verða of hægfara. þ>eim sóttist þó mjög seint heiðin, og þegar farið var að dimma voru þeir hvergi nærri búnir 1

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.