Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 6

Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 6
2 að ná háheiðinni. J>á var asninn orðinn svo latgeingur, að hann stansaði i öðru hverju spori. f>ángað til hafði prikið getað þokað honum dálítið áfram, og allra verstu höggin höfðu jafnvel getað komið töluverðu lifi í hann, en nú dugðu þau ekki leingur. f>að var nú eins og skepnan væri orðin öldúngis tilfinningarlaus og hefði fastráðið að láta manninn fara með sig hjeðan af hvernig sem hann vildi. Lendin og lærin voru öll úfin og röndótt eptir prikið, og á tveim stöðum dreyrði úr gömlum sárum sem höggin höfðu rifið upp á ný. Seinast voru saltpokarnir orðnir svo þúngir af vætunni og asninn svo dauðuppgefinn að hann gat valla staðið á fótunum, og loks rak að því, að hann gat ekki borið hvorn fótinn fram fyrir annan og stóð þar svo grafkyr eins og dæmdur. Nú stökk Lótan upp úr götunni tútnaður af heipt og reiddi prikið báðum höndum að lend asnans, og brá honum dálitið við, en mátturinn var farinn og fjell hann þar niður í götuna undir klyfjunum. þ>á varð Lótan öldúngis hamslaus. »Heldurðu kannske bölvaður þrjót- urinn þinn, að jeg fari að taka af þjer pokana fyrir það þó þú fleygir þjer niður af leti«, sagði Lótan. »Nei, yfir heiðina skaltu meðj’saltið í nótt«. Um leið og hann sagði þetta rak hann fótinn mjög illilega í asnann og skipaði honum að standa upp, en asninn gerði ekki annað en titraði og stundi, svo Lótan bjóst til að gefa honum enn betri áminningu, en í því bili var þrifið í herðar Lótans mjög óþyrmi- lega og honum hnykt niður killiflötum og um leið sagt með sterkri rödd og al- varlegri: »Vogar þú þrælmenni, að misþyrma asnanum þar sem hann liggur fyrir fótum þjer magnlaus af þrælkun og þar að auki fótbrotinn?* "það var eins og dálítíð svifi að Lótan við byltuna, en þegar hann raknaði við og leit upp, sá hann feikna stóran anda gnæfa yfir sjer og hjelt að Gúlú sjálfur væri þar kominn, og augnaráð andans var ekki ólíkt því sem hann ætlaði að halda þar dómsdaginn þegar í stað og umsvifalaust. »f>að er þrjóskan sem hefur fótbrotið asnann en ekki jeg«, sagði Lótan, »og hjer á veginum átt þú ekkert vald yfir mjer Gúlú, farðu þángað sem þú átt að vera og láttu mig og mitt í friði«. »f>egi þú mann- fýla«, svaraði andinn, »jeg vil ekki heyra þig nefna nafn hins mikla höfðingja vors, en þó jeg sje einn meðal hinna minstu þjóna hans, þá skaltu nú samt búast svo við, semjeg muni ráða viðskiptum okkar unfstund; og það skaltu vita, þegar svo hryllilega er farið með saklausar skepnur, eins og þú hefur nú gert, þá eru hans ríki eingin takmörk sett, og þó þjer væri það meir en maklegt að jeg bryti lijer nú í þjer hvert bein, þá vill Gúlú ekki það, því jafnvel þig sem ekkert rjett- læti þekkir lætur hann þó ná lögum og því færi jeg þig nú fyrir Dýradóminn og þar munu rjettlát og makleg laun bíða þín. Svo þreif andinn Lótan upp og flaug með hann gegnum loptið alt að efstu búngu fjallsins; fóru þeir þar inn í afarmikla gljúfragjá. 5>ar var níða myrkur inni og heingiflug til beggja handa. þ>eir fóru svo um stund, en þá birti alt í einu og Lótan sá fyrir traman sig víðlend dalalönd, yndislega fögur og svo skínandi björt eins og á heiðum^sumardegi. iþar Var að sjá grundir og hæðir,1? hlíðar og dali með ám og lækjum, skógumjog runnum svo lángt sem augaðjeygði, og alt þetta var eins og það væri lifandi og iðandi, því hver hlíð og grund var kvik af dýrum, og

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.