Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 15

Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 15
11 1 En nú kemur það allra skrítnasta, því einn morgun komu tveir kettlingar bröltandi út úr holunni á eptir kisu, annar gulur en hinn gráflekkóttur, ogþá þótti mjer fyrst gaman að börnunum, því stundum sváfu kettlingarnir í hreiðrinu á dag- inn innan um úngana, og lá öndin opt á þeim öllum eins og hún ætti alt saman ein. |>eir bröltu upp um bakið á öndinni og leituðu að spenum á brjóstinu og tók hún því öllu með mestu þolinmæði. Opt láu þeir í sólskininu eða voru á rjátli í hóp allir saman, bæði úngarnir og kettlingarnir, og sátu þá gömlu konurnar báðar sarnan þar í nándinni og horfðu á börnin. Nokkrum sinnum sá jeg það, að öndin stjakaði við kettlingunum, þegar henni þótti þeir fara of nærri tjörninni og kisa var ekki hjá. Gargaði hún þá ákaflega, þángað til kettlingarnir sneru frá, eða kisa kom að. J>að sást á öllu, að þetta voru garnlar vinkonur, og að þetta var ekki fyrsta vorið, sem þær höfðu verið saman. Stegginn fór þar á móti mest sinna ferða, og gaf sig lítið að kisu, eða hún að honum, en alt var þó friðsamlegt með þeim. * * .. . * Nú er veturinn liðinn og vor komið á ný. Ondin liggur nú á eggjum í annað sinn, en ekki eru nein merki til þess, að fjölga muni hjá kisu í þetta sinn; kettlingarnir báðir fylgja henni, en úngar andarinnar eru flognir burt fyrir laungu, en sömu vinkonurnar eru þær og halda saman á sömu stöðvum, hvorki kisa nje hrafnarnir hafa breytt vana sínum. Hjer er alt eins og var í fyrra vor. Að eins jeg einn er orðinn breyttur. |>ví náttúran og samveran við dýrin hafa gefið mjer þá hamingju og þann unað, sem allur auður minn gat elcki veitt mjer í minni kæru og dýrðlegu Parísarborg.«

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.