Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 16
r
Kaflar úr fyrirlestri Ólafs prests Ólafssonar.
»Hvernig er farið með þarfasta þjóninn?«
sturinn er hin þarfasta og gagnlegasta skepna hjer á landi. |>að er vita-
skuld, að öll húsdýr vor eru þörf, nytsöm og nauðsynleg, bæði hvert út
af fyrir sig og i sambandi hvert við annað; en hið láng-þarfasta er samt
hesturinn; ef vjer hefðum hann ekki, þá hefðum vjer lítið gagn af öðrum skepnum.
Hann hjálpar ekki einasta mönnum út af fyrir sig til að lifa, heldur líka húsdýrum
vorum. Hann ber manninn á baki sínu nærfelt alt, sem hann fer; hann flytur af-
raksturinn af búinu bóndans á verzlunarstaðinn og kemur heim aptur með nauð-
synjarnar, sem bóndinn fær fyrir búsafurðir sínar; hann ber heim heyið handa
kúnum og ánum, handa lömbunum og sauðunum, Já! Hvað meira er, sjórinn,
þetta mikla nægtabúr, sem skaparinn hefur gefið oss, yrði sveitamönnum að sára-
litlum notum, ef ekki væri hesturinn; því án hans kæmum vjer ekki heim til vor
fiskinum og heldur ekki þeim nauðsynjum, sem vjer fáum fyrir hann. í einu orði
að segja, vjer gætum eigi ræktað jörðina, ekki haldið lífinu í öðrum skepnum og
ekki í sjálfum oss, ef hesturinn væri ekki til; gæði jarðarinnar og blessun sjávar-
ins yrðu oss án hans að litlum notum.
Að fráteknum sjálfum manninum er hesturinn hin lángfallegasta skepna,
sem til er á landi voru. Hvað sjáið þjer, sem er eins fagurt og fallegur og
faungulegur hestur, sem reisir höfuðið, hringar makkann og eins og logar allur í
fjöri? En það er best að taka það fram, að hesturinn er því að eins svona fall-
egur, að skaparinn hafi skamtað honum fóðrið og að ekki sjáist á honum fingra-
för miskunarleysisins og' þrælmennskunnar; það er með öðrum íslenskum orðum,
að hann sje ekki horaður og meiddur, haltur og skakkur af illri meðferð.
Hesturinn er hið sterkasta, afkastamesta, þolinmóðasta og þægasta hjú,
sem nokkur húsbóndi hefur á heimili sínu. Hann tekur þegjandi við klyfjunum,
sem húsbóndinn leggur á hann; hann þegir við formælingunum, sem bráðlyndir
hranar gusa úr sjer yfir hann, ef þeim mislíkar, og hann tekur líka þegjandi við
svipuhöggunum, sem of opt eru vís, ef eitthvað ber út af. Hann muðlar þegjandi
allra-vestu rekjurnar og úrgánginn úr heyjunum og myglað og fúlt moð, sem
hinar skepnurnar vilja ekki líta við. Hann fer þegjandi með alla bæjarhundana í