Dýravinurinn - 01.01.1893, Page 17
13
í hælunum út á gaddaða og bjarglitla jö'rðina frá hesthúsunum, ef hann hefur
feingið fyrir náð að standa inni nóttina yfir; hann horfir þegjandi á töðuna borna
í fjósið og gott úthey í fjárhúsin; hann fær að finna lyktina á veturna af heyinu,
sem hann hefur borið heim í heygarðinn á sumrin. f>að er heppilegt fyrir suma
hverja, að hestarnir mega til að þegja; það yrði ófagur dómur og vitnisburður,
sem sumir húsbændur feingju, ef aumingja hestarnir gætu talað,
Eingin skepna hjer á landi, að því er snertir sveitamenn, er eins hand-
geingin manninum, og, að jeg komist svo að orði, eins samvaxin og samgróin
lífi mannsins, eins og hesturinn. Frá því maðurinn fæðist og þángað til hann er
kominn undir græna torfu, þá er hesturinn jafnan hans önnur hönd. — Yfirsetu-
konan, hún ljósa okkar, þarf hest, presturinn, sem skírir okkur, þarf hest, læknir-
inn, sem hjálpar okkur í sjúkdómum og í slysunum, þarf hest, piltarnir þurfa hest,
þegar þeir fara að biðja sjer stúlku; brúðhjónin þurfa hesta, þegar þau eru gefin
saman; stúlkurnar þurfa hest til þess að komast á mannfundi, svo þær þurfi ekki
að setja ljós sitt undir mæliker. — þ>að er ekki hægt að hafa »neina skemtun fyrir
fólkið« upp til sveita svo að hesturinn sje ekki við það riðinn. — Hann ber póst-
inn og við’neldur því nær öllum samgaungum á landinu, hann ber okkur mennina
nálega alt, sem vjer förum á landi, yfir fjöll og fyrnindi, yfir vatnsföll og tor-
færur. — Og að lokum þurfa flestir af oss hest, þegar vjer förum um þverbak á
síðasta áfángastaðinn.
J>að er nú víst bæði mikið og gott verðkaup, sem þessi þarfa skepna með-
tekur úr hendi húsbænda sinna fyrir alla þjónustu sína í þarfir mannanna. f>að mun
mega geta nærra, að hesturinn er látinn njóta þess, að okkur er valla líft án
hans. Jál f>etta skyldi maður halda, ef gjöra mætti ráð fyrir, að mennirnir væru
eins og þeir ættu að vera. En því er ver, að reynslan bendir á annað en ætti
að vera í þessu efni; þvi þrátt fyrir gagn það, sem hesturinn vinnur manninum,
þá mun það ekki fjarri sanni, að maðurinn sje að öllu samtöldu hinn vesti
óvinur, sem hesturinn á; það eru náttúrlega til heiðarlegar undantekningar frá
þessu; en þetta er það almennasta. Yfir höfuð má segja það, að hesturinn sæti
bæði ómaklegri og ósómasamlegri meðferð af hendi mannanna.
Jeg vil bera það undir alla almennilega menn, sem hafa einhverja mann-
úðartilfinningu í brjóstum sjer, hvort það sje ekki voðalegt, að hugsa út í það,
þegar menn settu fjölda af hrossum og enda öðrum skepnum á vetur með þeirri
ljósu meðvitund og þeirri föstu sannfæringu, að fleira eða færra hlyti, mætti
til að drepast úr húngri og hor, þessum óttalegasta og kvalafyllsta dauðdaga,
sem til er, já, hlyti að drepast, ef ekki yrði bezti vetur. Menn voru orðnir svo
forhertir í svívirðingunni og samdauna miskunarleysinu, að menn gjörðu gaman
að þessu og kölluðu það í ljótu spaugi, »að setja á guð og gaddinn«.
í>að er einginn efi á því, að vísvitandi hor og húngurdauði heimtar þunga
hefnd yfir hvern þann, sem valdur er að honum. Skaparinn hefur lagt skepn-
urnar undir fætur vor mannanna til þess, að vjer notuðum þær á skynsamlegan
og kristilegan hátt og sýndum þeim miskunn og mannúðlega meðferð, en ekki til