Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 19

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 19
15 þess, að vjer værum böðlar þeirra og sýndum á þeim miskunnarleysi og svívirði- lega þrælmennsku. Jeg er viss um það, að þó mennirnir heyri ekki kveinstafi húngraðra og sárkvaldra skepna, þá heyrir hann þá, sem skapað hefur bæði þær og okkur. Verði hrossunum það á að draga sig heim, þá er á sumum bæjum talið sjálfsagt, að setja hundana á þau til að koma þeim úr augsýn frá bænum. þ>að er eins og menn haldi, að hrossin muni ekki finna neitt til, þó að þau sjeu gagn- drepa og skjálfandi í kulda, en það er mikill misskilningur; annað mál er það, að þau geta ekki sagt frá því, hvað þau verða að líða, þau geta ekki kvartað. Hvers vegna hafið þið tjald með ykkur í ferðir; er nokkuð að því að liggja renn- blautur á votri jörðinni? Hví kvartið þið, ef það lekur í rúmin ykkar á næturnar, er nokkuð að því að liggja í pollinum ? þ>að er þó logn í baðstofunum, þó þær kunni að krikta. Hví eruð þið að aka ykkur og kvarta um hroll, þegar þið komið gagndrepa heim úr smalamennskunni á haustin, er nokkuð að þvi að vera úti í stórrigningu holdvotur og skjálfandi? Jeg lái ykkur ekki þó að ykkur þyki þetta ekki gott; en jeg vil láta ykkur geta fundið til þess, sem skepnurnar verða að þola, þó þær kvarti ekki. — Atakanlegt er að horfa á það i harðindum á vetrardaginn, hve vonarlega aumingja hrossin við heygarðinn horfa bæði á mennina og meisana; þeim er varnað málsins til að biðja, en sjáið þið þá ekki bænarsvipinn á þeim, sjáið þið ekki, hvernig vonin og beiðnin skín úr augum þeirra? J>etta er þeirra mál, Drottin gaf þeim ekki meira; en hann gaf oss mönnunum skynsemi til að skilja þetta mál. — Hvað er það þá, sem skapar skepnunum þessar kvalastundir? þ>að er lítill hlutur, sem miklu kemur samt af stað bæði góðu og vondu; það er mannshöndin; það er mannshöndin, sem er svo einstaklega lipur, þegar hún heldur um svipuskaptið og er að kenna hestinum að hlýða honum húsbónda sínum, eða þegar hún heldur um hrossabrestinn og er að siga búhundunum á hrossin til að koma þeim frá augunum á húsbóndanum, það er mannshöndin, sem er svo einstaklega sterk og dugleg, þegar hún er að roga klyfjunum upp á bakið á hestunum á sumrin; það er mannshöndin, sem kreppir svo ákaflega hnefann, já, svo að hnúarnir hvítna, þegar mannúðin, rjettlætið og sanngirnin bjóða manninum að gjalda hestinum rjettlát og sanngjörn laun fyrir þjónustu sína í þarfir mannanna. f>að sje þá til allra talað, úngra og gamalla: Farið vel með hrossin, þegar þjer brúkið þau; sýnið þeim nærgætni og miskunnsemi; reynið að láta þau ekki meiðast, því að þau finna til, þó að þau geti ekki frásagt. Leggið niður þann vana eptir megni, að hnýta þeim hverju aptan í annað, því að það er ósiður; venjið þau á að rekast, ríðið þeim varlega og með gætni; ofbjóðið þeim ekki, þó að þau sjeu viljug. Leggið ekki á þau of þúngar klyfjar og látið vera góða reið- inga á þeim og hafið gát á, að vel fari á þeim. Berjið þau ekki nema þegar brýn nauðsýn krefur, og umfram alt ekki í bræði. Aminnið unglingana og börnin um, að fara vel með allar skepnur. Refsið stránglega strákum, sem stundum sýna af sjer þann strákskap, að berja hesta í höfuðið ef þeim mislíkar. Látið þau ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.