Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 20

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 20
16 verða haptsár, þótt þjer leggið hapt á þau. Farið þið svo vel sern þið getið með hrossin á veturna; lofið þeim að hafa húsaskjól í slagviðrum og ofsaveðrum. Hafið skeifublöð undir þeim, þegar komnar eru hálkur. Leggið ekki á þau húngur, ef þið mögulega getið. f»egar þið gefið þeim vont, þá gefið þeim góða luggu með. Hafið ekki þann ljóta og ódreingiiega sið, að selja gamla hesta, sem búnir eru að þjóna ykkur með trúmennsku um fjöldamörg ár. Mentunin hefur opnað svo augu manna, að margir finna það og játa, að það er bæði skaði, skömm og synd, að húngurkvelja nokkra skepnu. Vjer erum smælingjar í annara augum, en viljum samt, sem náttúrlegt er, njóta kærleika, mannúðar og rjettlætis frá þeirra hendi, sem oss eru máttugri; en verum þá kær- leiksrikir, mannúðlegir og rjettlátir sjálfir við menn og skepnur, því þær eiga líka rjett á sjer. »Verið miskunnsamir, að einnig þjer megið miskun finna«. Lagsi. þorpi einu litlu nálægt Kaupmannahöfn, bjó fyrir skömmu maður nokkur, sem Pjetur hjet, jóskur að kyni. Hann var þá roskinn og hafði stundað sjómennsku á ýngri árum og farið víða um lönd. Hann fór meðal ann- •ar ferðir til íslands árið 1865, eða þar um bil, og á einhverri af þeim ferðum bar svo við, er skipið lá seglbúið á höfn einni við Austurland og beið byrjar, að hann var staddur uppi á þilfari á skipi sínu einn sunnudags morgun. Honum varð litið til lands og sá hvar tveir únglingspiltar komu gángandi með ströndinni, og bar annar þeirra hvolp í fángi sjer, hvítan að lit, og vel stálpaðan. J>eir fóru þar til, sem klappir nokkrar voru við sjóinn og aðdjúpt. þ*ar settu þeir hundinn niður, og hjelt annar honum meðan hinn tók upp snæri, og batt öðr- um enda þess um háls rakkans, en sótti síðan hellustein og batt í hinn endann. Skipið lá ekki lángt frá landi, og mátti Pjetur vel greina athæfi þeirra. Hann var viðkvæmur í lund og hjartagóður og þótti þetta óþokka aðfarir að drekkja svo gömlum hvolpi, og það á helgidags morgni, honum sárnaði að geta ekki bjargað hvolpinum, en þess var einginn kostur, því það var í einni svipan að dreingirnir höfðu bundið steininn við hvolpinn og hrundið öllu á kaf, bæði hvolpi og steini. f»að fór eins og hrollur um Pjetur, þegar þeir hrintu hvolpinum ofan fyrir klöppina, og hann sagði hátt, svo að nokkrir menn heyrðu: »f>að vildi jeg guð gæfi, að snærið slitnaði«, hann sagðist hafa horft á sjóinn í þeirri föstu trú, að rakk- anum skyti upp. J>etta var á góðri stundu mælt, því litlu seinna sýndist þeim á skipinu, að hvolpurinn rjetti báða framfæturna upp i klöppina, eins og til að biðja sjer griða, en í sama bili tók annar dreingurinn stóran stein og kastaði að hvolp- inum, þar sem hann var að berjast við dauðann á klöppinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.