Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 40

Dýravinurinn - 01.01.1893, Qupperneq 40
Ljótasta sagan. vo sýnist, sem margir hugsi lítið um það, hvaða æfi bíður hestsins, þegar þeir eru búnir að taka við and- virðinu á markaðinum. J>ar sem hagar til eins og á íslandi, að flestir markaðshestar eru fluttir af landi burt, þá liggur það í hlutarins eðli, að seljandi getur ekki af eigin ramleik gert sjer neina glögga hugmynd um nýju vistina, og því síður sjeð hana með eigin augum. þ>að eitt veit hann, að skepnan er hrakin úr átthögum sínum; en það sýnir strok hesta og heimfýsi, að þeim eru æskustöðvar sínar einkar kærar og muna þær leingi. Einkum er hrakníngurinn tilfinnanlegur fyrir þá hesta, sem farnir eru að eldast og hafa leingi verið í sama stað; og einginn veit hve slíkar endurminníngar geta pínt þá, einkum efþeim líður illa, og hve opt þeir hugsa heirn til átthaganna með hryggum hug. Alt þetta getur, hver maður, með óbrjáluðum tilfinníngum, skynjað af sjálfum sjer, og eins er það kunn- ugt að hestar eru opt troðnir undir eða kafna úr hita milli landa. Hitt kemur mönnum, sem vonlegt er, síður til hugar að margur hestur, sem farið er með til markaðs á íslandi, á síðar í vændum hina herfilegu æfi og þær sárbeittustu kvalir, sem mögulegt er að hugsa upp handa nokkurri skepnu sem lífsanda dregur. Að vera troðinn undir, eða kafna á skipi eru auðvitað eingin kostakjör, en á þeim hörmúngum gerir dauðinn þó enda von bráðar. En hugsaðu þjer, lesari góður, að þú værir tekinn úr sveit þinni á íslandi, og fluttur á ókennt land, þar væri þjer síðan sökt um hálfdimma holu mörg liundruð fet niður í jörðina; og þegar niður kæmi væri loptið þúngt og þrúngið af koladaun, sem legðist eins og bjarg á brjóst þitt, og þar niðri í þessu myrkradjúpi værir þú svo laminn áfram til strit- vinnu af ósiðuðum vinnulýð, sem sama þrælkunin og hörmúngarnar eru búnar að gera samvisku- og tilfinníngarlausan. J>ú sjerð í huga þínum sólina renna upp og gánga undir fagra og skínandi og gleðja og fjörga alt á jörðunni fyrir ofan þig, en þú færð sjálfur aldrei að sjá einn sólargeisla eða ljetta brjósti þínu með einum andardrætti af hreinu lopti. J>ú sjerð að eins óglöggan lukta bjarma í kríng um þig í laungum gaungum og hvelfingum, líkast eldglæríngum, eða hrævareldi. þ>egar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dýravinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.