Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 53

Dýravinurinn - 01.01.1893, Blaðsíða 53
49 Stjórnarráðið fyrir landbúnaðinum á Englandi hefur nýlega sent út skýrslu um hve margar skepnur hafi drepist næstliðið ár, við flutning frá Ameriku til Englands. 5970 nautgripum og 2665 sauðkindum var kastað í Atlandshafið á leiðinni og 323 nautgripir og 220 sauðkindur voru svo aðfram komnar, þegar skipin komu til Englands, að þær ýmist dóu í skipunum eða þegar þær stigu á land. Mikið hafa þessar aumingja skepnur tekið út til dauðans, og þó hinar lifðu, má nærri geta að þær hafa hlotið að líða miklar þjáningar. * Daglega stendur i blöðunum erlendis um fjárútlát og hegningar fyrir illa með- ferð á skepnum, hjer eru að eins nokkur dæmi þess. »Lögregluþjónn stansaði vagnstjóra í dag, sem ók þungum vagni með hesti, er hafði sár undir brjóstgjörðinni. Eigandinn varð að mæta á ráðstofunni og hlýtur nú að greiða sekt fyrir samvizkulausa brúkun á hestinum.* »Slátrari fór í fyrra dag í ölkjallara, sem nefndur er »Ordups-Kro«, og sat þar alt að klukkutíma, en ljet hestana standa fyrir vagninum á meðan, úti i frosti án þess að breiða nokkuð yfir þá. Hann varð að mæta fyrir rjetti og greiða sekt«. »Lögreglan fjekk grun um, að svini hefði verið slátrað á bóndabæ nálægt Lyngby, þannig: að það leið lengri og meiri kvalir en nauðsynlegt var. Málið var rannsakað og reyndist satt, sem sagt var. Eigandinn var dæmdur til stórra fjárútláta«. »Vagnstjóri var ákærður fyrir að hafa barið hestinn fyrir vagninum mislcunar- laust, þrátt fyrir að hann hljóp svo hart sem hann gat, hann var magur og þreytu- legur. Maðurinn varð að greiða 30 kr. sekt«. »Lögregluþjónn sá í gær í Prinsessugötu, hest fyrir vagni með sár á bringu, og svo haltan að hann þoldi varla að tilla fætinum niður, hann tók hestinn undireins frá vagninum og fór með hann til ráðstofunnar, hesturinn var þá þegar sendur á Bú- fræðingaskólann til lækningar og mál höfðað gegn eigandanum, sem var kaupmaður« Aldrei sjest getið um það i íslenzkum blöðum, að menn þurfi að greiða íje- bætur eða sje hegnt fyrir illa meðferð á skepnum, þó vita allir, að meðferð á skepnum á íslandi er eigi svo góð, að ekki væri ástæða til þess, að yfirvöldin stundum tækju slikt fyrir. Blöðin ættu að geta um þá sjaldan slíkt kemur fyrir, yfirvöldunum til sæmdar, og viðkomandi manni til viðvörunar framvegis. T. G. Móa-Móra. lmannarómurinn sagði að hann f>orbjörn á Skarði færi ágætlega vel með allar skepnur, og almannarómurinn er ekki vanur að ljúga, segir gamalt orðtak, svo það er óhætt að bera það fyrir sig, hvenær sem maður vill og þarf. þ'orbjörn á Skarði var líka vel metinn af öllum í hjeraðinu, fyrir það hvað hann átti margt gangandi fje, og hvað hann fór einstaklega vel með öll kvikindi, sem hann hafði undir höndum. þ>að er hvorki margt nje mikið sem jeg ætla að segja afjorbirni; það er einungis endurminning frá einni kaupstaðarferð, sem jeg fór þegar jeg var úngl- íngur. Jeg man vel eptir þegar jeg fjekk að fara þá ferð; hvað það blandaðist kynlega saman í huga mínum feimni og sjálfsþótti, yfir að geta verið í ferð með honum; að jeg skyldi vera svo svínheppinn, að byrja kaupstaðarferðirnar með öðrum eins heiðursmanni og bændaöldúng. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.