Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Side 13

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Side 13
hendinni. Við tókum strax að g®la við Gosa. Svona, já, Gosi, vinurinn! ^óður hundur, Gosi! Komdu, Gosatetur! Geltu nú einu sinni, Gosi; °g Gosi rak upp glaðklakka- gjallandi og sigri hrós- andi gelt. Gndirkennarinn svaraði ekki anðrnjúkum kveðjum okkar. Eigandinn kemur. HElMlu sblaðið Saga piparsveinanna AÐ var glatt á hjalla hjá Nikulási yfirdómara á jóla- dagskvöldið, eftir að börnin voru háttuð og sofnuð. Þrír gestir voru í boði hjá honum og sátu í kringum borð- ið, ásamt honum og hinni glað- lyndu konu hans. Þessir gestir voru þeir Andrés hershöfðingi, Björn yfirkennari og Kristján skrifstofustjóri. Allir voru þeir við aldur, en þó ókvæntir. Nú urðu allir ásáttir um, að þessir þrír piparsveinar skyldu greina frá ástæðunum fyrir því, að þeir hefðu ekki kvænzt. I. - Yður ber að byrja, herra hershöfðingi, sagði frúin kank- víslega. - Ég skal ekki láta ganga lengi eftir mér, svaraði hers- höfðinginn, en ég er hálfsmeyk- ur um, að saga mín fullnægi ekki eftirvæntingunni. Eins og gefur að skilja, ætla ég mér ekki að fjasa neitt um hrygg- brot þau, sem ég hef hlotið um dagana. Þegar á unga aldri, meðan ég var liðsforingi, var ég rétt- nefndur vindhani. Hvar sem hljóðfærasláttur var og dans var ég og gerði mér allt far um að koma mér í mjúkinn hjá öllum laglegustu stúlkun- um, sem ég gat náð til, og það var haft í flimtingi í setuliðs- herdeild þeirri, er ég var með, að þrennt væri ómissandi í samkvæmi: Steikin, þjónninn og Andrés liðsforingi. Þetta var sérstaklega þægilegt í nokk- ur ár, en að því kemur líka, að liðsforinginn kemst að raun um þann sannleika, að „óðum líður mín æskutíð“. Maður eldist og verður höfuðsmaður. Allir yngri félagar manns stað- festa ráð sitt, hárið þynnist á kollinum, og það er hættuleg- asti tíminn fyrir bróður í hinni helgu einlífisreglu, — það er að segja, ef hyggin móðir eða hjúskaparfús dóttir hafa lag á að leggja netin rétt, þá — ja, þá situr fuglinn fastur áð- ur en hann veit af. — Nei, þér þurfið ekki að horfa svona hvatskeytslega á mig, frú mín góð, þér vitið vel, að ég er frávillingur. Nú, jæja, um þessar mundir, sem hér er komið sögunni, sett- ist að í S. óðalsbóndi einn, sem leiður var orðinn á sveita- lífinu og vildi fara að njóta kaupstaðargleðinnar. Maður þessi var einkar við- kynningargóður, vellauðugur ekkjumaður og átti eina dótt- ur barna. - A-ha! skaut frúin inn í. - Alveg rétt — a-ha! Það sagði ég líka, þegar ég sá stúlk- una í fyrsta sinni. Jafn yndis- legt andlit hef ég heldur aldrei litið, það verð ég að játa enn í dag. Ljósa hárið lá slétt og fagurt yfir björtu enninu, aug- un bláu horfðu á mann svo undur sakleysisleg og blátt áfram, og manni gat ekki kom- ið til hugar, að frá rósrauðu [101]

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.