Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1955, Qupperneq 32

Heimilisblaðið - 01.05.1955, Qupperneq 32
á athöfninni stóð, en unga stúlkan var aftur á móti i mikilli geðshræringu. Henni fannst draumur, sem hún hafði lengi velt fyrir sér, vera að rætast. Það hafði verið minnzt á brúðkaup, og þarna var prestur, sem lyfti höndum til að framkvæma blessun, og kirkjunnar þjónar, sem sungu bænir. Var það ekki hana, sem átti að vígja? Hún fékk sting fyrir hjart- að. Skyldi honum, unga mann- inum við hlið hennar, vera svipað innan brjósts og henni? Sveif hann í ástarvímu eins og hún? Eða var hann að íhuga, að engin kona gæti staðizt hann? Ef til vill. En allt í einu varð hún þess vör, að hann þrýsti hönd hennar, í fyrstu veikt, en svo fastar og fast- ar, eins og hann ætlaði að kremja hana. Og án þess að nokkur svipbrigði sæjust á andliti hans, og án þess að nokkur nema hún heyrði til hans, sagði hann lágum rómi: - Ó, Jenný, ef þér viljið gæti þetta verið trúlofunarferð okkar. Hún hneigði hægt höfuðið, og ef til vill merkti það jáyrði. Og presturinn, sem ennþá skvetti vígða vatninu, hreytti nokkrum dropum á fingur þeirra. Þá var athöfninni lokið. Konurnar risu á fætur. Heim- ferðin líktist einna helzt tryllt- um flótta. Kórdrengirnir hlupu af stað og hugsuðu ekki leng- ur um að bera krossinn af sama virðuleik og áður. Presturinn, sem hafði klætt sig úr skrúð- anum, flýtti sér á eftir þeim. Sjómennirnir hlupu við fót. öllum var efst í huga að kom- ast sem fyrst áleiðis. 1 Asparlundi beið góður mat- ur á borðum handa öllum. Bor- ið hafði verið á stórt borð í garðinum undir eplatrjánum. Sextíu manns gátu setið þar, og tóku þar sæti bæði sjómenn og bændur. Barónsfrúin sat í miðið með prest við hlið sér, og hjá baróninum sat borgar- stjórinn frá Yport og frú hans. Jenný sveif sem í draumi við hlið unga greifans. Hún sá engan nema hann og heyrði ekki til annars. Að lokum spurði hún hann: - Viljið þér ekki segja mér skírnarnafn yðar? Hann svaraði: - Ég heiti Jul- ien, vissuð þér það ekki? Hún þagði, en hugsaði með sjálfri sér: - Hversu oft mun ég ekki endurtaka þetta nafn. Þegar máltíðinni var lokið, gekk fyrirfólkið eftir trjágöng- unum en skildi almúgann eftir á grasflötinni. Barónsfrúin fékk sér göngutúr og leiddi hana maður hennar og prest- urinn. Jenný og Julien gengu á undan inn á milli þéttra runn- anna. Allt í einu tók hann ut- an um báðar hendúr hennar: - Segið mér, Jenný, viljið þér verða konan mín? Hún hneigði ennþá höfuðið, og þegar hann sagði stamandi: - Ég bið yður um að svara mér, — þá leit hún í augu hon- um og úr þeim las hann svar hennar. Frh. STAKA Yfir sœtri ölvakrús andinn spriklar keikur. Satt og logi'S sýpur dús, svo er búinn leikur. Dalmann. Keppinautar. Ef dæma skal eftir þeim B1®1 stöðumanni, sem brezki meistabr'I"‘ í fjaðurvigt, Sammy McCharty, ur valið sér, þá eru sigurmögulel ar hans litlir. En hann ætlar innJ' skamms að keppa við Billy K® sem er heimsmeistari í sama þyn® arflokki. GIMSTEINN . Þessi stóri steinn, sem stendur W framan ungu stúlkuna, er gimsteinninn, er menn þekkja. , var sýndur fyrir nokkru á náM gripasýningu í Fíladelfíu. Til anburðar heldur stúlkan á gimsteini af venjulegri stær HEIMILISBLAP • [120]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.