Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1977, Side 10

Heimilisblaðið - 01.05.1977, Side 10
ferðinni. Hinir hundarnir fjórir voru enn verr á sig komnir en Taban. Kippur, gamli forystuhundurinn, hjakkaði til hliðanna í hverju spori og var alltaf að líta við í átt til mannsins og senda honum bænaraugu og reka upp lágt eymdarvæl. Það voru komnir blóðblettir í snjóinn undan þófum hans. En Kimber hélt áfram að hrekja hundana, áður en myrkrið gerði honum ófært að komast lengra. Loks lét hann fyrir berast við lítið vatn og valdi sér ból í skjóli lágvaxinna furu- hríslna. Það var ekki fyrr en hann hafði kveikt bál og komið sér upp svefntjaldi, að hann fór eitthvað að sinna hundunum, svo þreyttir sem þeir voru. Taban virti hann fyrir sér skuggaleg- ur á svip, á meðan hann spennti Kipp og hina hundana tvo frá. Þegar Kimber kom að Taban og sá glampann í augum hans, bölvaði hann lágt. „Það er naumast þú sendir mér glyrn- urnar!“ hvæsti hann út á milli tannanna. ,,Ég skal kenna þér dálítið annað!“ Svipa hans hófst nú á loft og reið yfir höfuð Tabans — og snedddi part af heilbrigða eyranu hans. Taban skalf af sársauka og herpti sig saman í hjarnið. Úr barka hans barst djúpt aðvörunar-ýlfur, sem maður- inn virtist ekki taka eftir, og hárin á herðakambinum risu ógnvekjandi. Maðurinn gekk nær. Loðnar augnabrún- irnar voru samandregnar, og um varir hans lék nánast háðsglott. „Nú spenni ég þig frá, og ef þú verður með einhverjar kúnstir, þá læt ég þig kenna á því, svo að þú verður ekki sam- ur á eftir. Skilurðu það?“ Aftur reið svip- an, og Taban kveinkaði sér undan ólinni sem lent hafði í nára hans. Kimber hló við. Hann vafði svipuólina um höndina á sér of sveiflaði þungu skeftinu ógnandi. „Þetta er aðeins forsmekkur,“ sagði hann, „svo þú skalt hafa þig hægan!“ Hann nálgaðist varfærinn, og Taban herti vöðvana reiðubúinn til stökks. Hon- 82 um var Ijóst, að enn var of snemmt að stökk.va. Hann var enn fastur við taum- ana — hann varð að bíða þangað til hann væri orðinn laus! Maðurinn beygði sig nú niður og los- aði um bindingarnar með vinstri hendinni einni. Taban leit gætilega við og fylgdist með honum yfir öxl sér; augu hans hvörfl- uðu ekki af einum og sama hlutnum: svipu- skaftinu. Það var þetta svipuskaft sem hann ótt- aðist — þetta þunga, blýklædda handfang. Hann gat afborið písk svipunnar sjálfr- ar, en þungt höggið af blýkulmpinum þvert yfir trýnið — gegn því átti hann enga vörn. Það var óbærilegt sérhverjum hundi. Kimber tók þéttingsfast um taumana með vinstri hendi, rétti úr sér og hló við með spotti. „Ég hef sýnt þér hver er húsbóndinn hér, var það ekki?“ sagði hann. „Og ég skal kenna þér svolítið til viðbótar. Af stað með þig!“ Hann sló þungu svipu- skaftinu niður í hrygg hundsins. Taban spratt upp, svo að strekkti á taumnuum. Kimber, sem var orðinn þreytt- ur og óstyrkur eftir margra tíma ferða- lag, féll um koll í mjúkan og nýfallinn snjóinn, og af blindri eðlishvöt þeyttist Taban til og glefsaði eftir hálsi mannsins hvar hann lá. Kimber tókst á síðustu stundu að bera handlegginn fyrir sig og komast undan. En í næstu andrá gerði hundurinn aðra atrennu og kastaði sér af fimmtíu kílóa þunga á manninn og reyndi að læsa tönn- unum í háls hans. Tennurnar glefsuðu í þykk skinnklæðin, en gengu ekki inn úr þeim, og hann varð að láta undan. En ekki nema andartak; þá gerði hann enn eina atrennu, og í þetta sinn tókst honum að höggva vígtönnunum í fæti mannsins rétt fyrir ofan hné. Kimber rak upp sársaukavein sem skav í gegnum auðnarþögnina. Hann lét svip- una lausa og stakk hendinni eldingar- HEIMILISBLAÐlÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.