Iðunn - 01.01.1884, Page 54

Iðunn - 01.01.1884, Page 54
Mark Twain: 48 kleyft að lcoma honum af þessum óvana, þangað til þeim Brants hjónum tókst loksins að festa hann við heimilið með eplum og sleikjusætindum. Hinir »skikkanlegu« fósturforeldrar gerðu sór alt ómak, sem hugsast gat, til að betra Georg, cn það varð árang- urslaust. jpau sögðu með tárin í augunum, að Ed- varð gerði sér aldrei hina minstu sorg; hann væri svo góður og hugulsamur og í öllum greinum sann- kölluð fyrirmynd annara barna. Eptir nokkurn tíma liðinn voru drengirnir orðn- ir nógu stórir til að vinna og áttu þá að nema ein- hverja handiðn. Eðvarð leitaði sér vinnu fríviljug- lega, en fyrir Georg varð að dekra og gófa honum gjaf- ir til þess að fá af honum, að láta eptir foreldrunum. Eðvarö vann með ástundun jafnt og þétt og gat fætt sig og klætt; Brants hjónin hældu honum og meistarinn eins ; Georg þar á mót strauk burtu úr kensluvistinni og kostaði það herra Brant bæði tíð og peninga að fá hann leitaðan upp og heim fluttan. Skömmu síðar strauk hann aptur, og kost- aði það aptur tíð og peninga, svo strauk hanu enn einu sinni og stal í tilbót einhverju smávegis og hafði burt með sór. þarna hafði herra Brant í þriðja sinn áhyggjur og útgjöld hans vegna, og það vár með mestu naumindum,að meistarinn varð feng- inn ofan af því að tilkynna lögreglustjórninni þjófn- aðinn. Eðvarð vann ótrauður með stöðugu áframhaldi og að endingu tók meistarinn hann í félag með sór. Hins vegar varð Georg ekkert ágengt, heldur gerði hann sínum tryggu velgjörðamönnum hverja sorgina á fætur annari, og veitt; þeim ærið að sýsla, þar sem þeir urðu alt af að hafa hugann á því, að verja liann

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.