Iðunn - 01.07.1885, Page 9

Iðunn - 01.07.1885, Page 9
3 Brot úr ævisögu. »|>að held eg« svaraði prestr. »Eg verð að biðja þig, Jón, að binda, enn þú getr farið með Siggi; eg ætla að hlaða úr; enn ef eg fer ekki á fætr á morgun, þá verðið þið að lijálpast einhvernveginn af með það«. »Eruð þér veikr?« spurði Jóu. »Ekki mikiðu svaraði prestr þyngslalega, og strauk yfir enni sér, eius og hann vildi dreifa frá augum sér einhverri óþægilegri sjón. »Yerið þið sælir, piltar mínir, það er ekkert víst eg geti hjálpað ykkr til á morgun«. Hann tók í hönd þeim báðum og gekk svo inn. Piltarnir stóðu eftir úti agndofa. þeir skildu sízt í þessu atferli prests. Síðan fóru þeir að gegna því sem þeim var sagt. |>egar prestr kom inn, var lcona hans búiu að af- klæða eldra barnið, og leggja það upp 1 rúmshornið þeirra. Hún sat framan á rúminu, og vaggaði yngra barninu í vöggu fyrir framan rúmið. Inst í baðstof- unni var hús, hér um bil hálft annað stafgólf á lengd; var sitt rúm undir hverri hlið, inn við stafninn ; 6 rúðna gluggi var á stafninum, og borð undir glugg- anum. Hurð var fyrir húsinu; innanvið skilrúmið var gluggi á hliðinni, þar undir var borð með kaffi- færum við rúmgafiinn. I skotinu á móti var ofrlítill ofn, enn fyrir ofan hurðina var hylla þvers yfir, og var á henni nokkuð af bókum. Síra jpórðr lieilsaði konu sinni og settist á rúmið á móti henni, blés þungann og sagði: »Hefirðu nokkuð til að drekka'?« 1*

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.