Iðunn - 01.07.1885, Side 20

Iðunn - 01.07.1885, Side 20
14 Jónas Jónasson: hérna, og svo dugir ekkert að reyna á eftir, því að bæði erum við hreppstjórar hver í sinni sveit og svo gerir sýslumaðrinn alt sem eg segi honum. Hann þekkir ekki íslenzk lög heldr en hundr; svo fer hann trúi eg burt héðan í haust«. »Enn hvernig ætlarðu að sjá til þess, að það verði hætt að selja þegar komið er að fénu?« »]pað er hægast... þá fer eg inn í stofu með sýslu- manninn og hann verðr látinn borða, þá fara hinir á meðan þeir halda að alt sé búið, blessaðr vertu«. »Jæja jæja, svo er það gott. Eg held við verðum að fá okkr hérna kunningi svo lítinn huggara, svo sem í minningu þess, hvaða afbragðs-maðr þú ert«. Og þeir drukku með ánægju. Og samstundis heyrðist hófadynr og mannamál frá tveim hliðum; uppboðsgestirnir drifu að úr öll- um áttum, sýslumaðrinn í broddi fylkingar, og löng halarófa af gœðingum og bœndum úr nágrenninu á eftir honum ; þar á eftir rusl af vinnumönnum, smöl- um, og seinast sáust koma tvær kerlingar á horuð- um folaldsmerum. það bar nú svo sem ekkert sögulegt til frameftir deginum. Boðin flugu mann frá manni og dundu öll á sýslumanninum, og hann barðist við það með öllum sínum sálargáfum að skilja boðin, og með öll- um sínum brjóstkröftum að kalla þau upp svo að þau skildist. Skrifarinn og þorlákr hjálpuðu hon- um ef hann komst f vandræði. Menn voru glaðir og kátir, og það studdi ekki all- lítið að því, að þorlákr hafði útvogað á kút af Bakk- anum út í reikning ekkjunnar. Brennivfnskvartilið

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.