Iðunn - 01.07.1885, Page 27

Iðunn - 01.07.1885, Page 27
Brot úr æfisögu. 21 »|>að hefir víst kostað 80 krónur þetta belti, eða tt>eira«. »Eg veit það ekki«. »Jæja, við geturn altaf talað um það. Nú þurfið þér náttúrlega einhvern liðstyrk til þess að komast béðan ?«. »Já, og það er nú það, sem eg verð að eiga yðr &ð með. Enn það verðr nú að fara sem hægast í það, held eg, að hægt er, svo að kostnaðrinn yrði sem minstr«. »]pað dugir nú ekki að tala um það. Eg skal gera það sem eg get;« »|>ér segið um það eins og yðar er von og vísa. Eun eg get ekki komið því fratn að fara fyrri enn eftir helgi. það stendr svo áþví«. »það gerir elckert til. — Er yðr þægð í að eg láti yðr eftir beltið ?« »Já, vænt þykir mér um það—enn það mun ekki vera til neins að fara fram á það við yðr, að eftirláta ttiér búninginn allan ? Eg slcal aftr taka í ábyrgð ttiína 60 króua skuldina á Hamri, svo að það þurfi ekki að koma í bága með það«. »Eg held eg verði að gera það, reyndar var eg farinn að hugsa mór að eiga hann svo sem í minn- ittgu um ykkr hjónin. Enn það er ekki svoleiðis — eg skal láta yðr fá hann, eins fyrir það«. »Mér þykir vænt um það, enn eg geri það bara ttieö þeim fyrirvara, að eg sjái um skuldina á Hamri; það verðr nóg samt hjá yðr, kýrin og hestrinn, og svo alt annað«. »Jæja, mér er sama, enn það verðr ekki betra, Vitið þér til, blessaðar verið þór«.

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.