Iðunn - 01.07.1885, Side 39

Iðunn - 01.07.1885, Side 39
33 Helgun dýrlinga. legt tóm og ákalla hina heilögu mey og alla aðra ^ýrlinga til árnaðarorðs. Að því búnu fjell páfi á knje og allur hinn mikli söfnuður með honum. Einhver eiun klerkur hóf UPP bœnasöng, með fádæma-skærri röddu. Hvert erindi fyrir sig var bæn til einhvers dýrlings, og tók lýðurinn jafnan undir við hvert vers: »Ora pro nobis (bið þú fyrir oss)«, með hárri röddu, en þuldi °rðin í hálfum hljóðum þess á milli. I fullan fjórð- ung stundar heyrðist ekki annað en þessi sami klið- ui' úr mörgum þúsundum munna, eins og forsniður. 3?að var eins og að lýðurinn væri að knýja á hlið Aimnarikis með ákefð og ótta,—eins og hann óttað- ist, að það væri ekki svo laust fyrir; loks var eins °g menn þættust verða varir við að hurðin opnað- ist í hálfa gátt, því lagið fór að verða fjörugra og íeginslegra, og snerist að lokum upp í fagnaðarljóð, eins og nú væri öll efablendnin horfin og heyrðist hringlið í lyklakippu sankti Pjeturs. Meðan þessu fór fram, gerðist sviplegt atvik langt uppi í loptinu beint þar upp yfir, sem jeg stóð. Eitt kertið í ljósahjálminum þar hafði dottið út af og kveykt í pappírnum fyrir neðan. Allir voru hrædd- ir um kollinn á sjer, en enginn gat hreyft sig úr sporum ; svo var þröngin mikil. þá kom engill líð- ^ndi úr hæðum niður að ljósahjálminum og gerði við það sem úr lagi liafði gengið. það var raunar mað- ur, úr ljósgæzluliðinu, og seig í festi, eins og hann væri að sfga í bjarg. Læsti sig síðan upp eptir fest- mni aptur, að afloknu verki sínu. Múgurinn niðri undir horfði með öndina í hálsinum á glæfraför þessa Iðunn. III. 3

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.