Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 6
Colomba.
Eftir
Craziu Deledda.
[Grazia Deledda er fædd í Nuoro á Sardiníu áriö
1872 og cr uú orðin einliver frægasta skáldkona á ítalska
lungu. í átthögum sínum bjó hún l'ram að aldamótum, en
aldamótaárið giftist hún. Tvítug gal' hún út smásögusafn,
er hún nefndi »Sardiniu-sögur« og er smásaga sú, er hér
birtist, Colomha (o: dúfan), einmitt tekin úr því safni. Árið
1900 náði Grazia Deledda Evrópu-frægð fyrir skáldsöguna
»Elías Portolú«. Auk þessa hefir hún ritað tvö bindi af
smásögum og ágætt leikrit og nú á siðari árum tvær
skáldsögur, er nefnast »Ást« og »í eyðimörkinni«. Einna
helzt lýsir hún einföldum og óbrotnum sálum, eins og
liún kyntist þeim i æsku, mönnum, sem enn lifa í skauli
náttúrunnar og láta stjórnast af áköfum, ósviknum tilfinn-
ingum. En hún getur líka lýst hinni tvískiftu, sundurtættu
sál lieimsbarnsins. Öllu þessu lýsir bún á léttu, fögru
máli, á stundum með töluverðri andagift. »Colomba« lýsir
all-vel þessum höfuðeinkennum hennar.]
Anlonio Azar og æskuvinur lians Efes Múlas,
sem nú var orðinn auðugur lyfsali, liöfðu einsett sér
að fara sumarnólt eina upp í sveit. Efes var veiði-
garpur mesti, en Antonio var lærður maður og því
lítill íþróttamaður. Báðir voru þeir hjarðmannasynir
og höfðu alist upp á hásléttunni, en síðan liaíði svo
rík náttúrutilíinning húið í brjóstum þeirra, að hún
gat jafnvel lýsl sér í hálfgerðum þjösnaskap hjá Efes
Múlas.