Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 11
ÍÐUXN1
Colomba.
105
»Fríð! — Og nú á að gifta hana Pétri Loi, fjalla-
konginum þeirra, sem faðir liennar er í félagi við;
en henni leiðist hann.
»Er hann gamall?«
»Hver, hann Pétur? Nú, hann mun vera eitthvað
um fertugt«.
»Efnaður?«
»l3að hygg ég. Ja, sei sei, hann á eitthvað. Hann
er bróðir Franz Loi, sem í fyrra . . .«
Efes hélt áfram, en Antonío heyrði nú ekki lengur,
hvað hann sagði; orðin »í fyrra« höfðu aftur komið
honum til að hvarfla huganum að því sama og áður.
Colomba var nú horfin að baki runnunum. Við og
við mættu þeir bónda, ríðandi eða gangandi, sem
var á heimleið og tók ofan fyrir þessum fyrirmönn-
um með miklum virktum.
Nóttin nálgaðist. Kvöldstjarnan var komin upp og
tindraði á himninum; en tunglið, sem var á fyrsta
kvartéli, leið eins og silfurskær sigð hægt og hægt
niður á móts við svarbláa fjallahnjúkana.
Það lét nú liærra í engisprettunum. Kjarrskógur-
inn, sem þakli alt landið svo langt sem augað eygði,
andaði frá sér þungum, höfgurn ilm. í fjarlægð sá-
ust hjarðmannaeldarnir, og ómurinn af hjarðklukk-
unum barst að eyrum þeirra.
Það var nú eins og Antonio Azar fyndist, að frið-
urinn færðist alt í einu óvænl yfir sig. Loks var
hann þá kominn heim í átthagana, þangað sem
hann hafði þráð svo mjög á hrygðardögum sínum í
borginni innan um þennan lláa, fyrirlitlega múg, sem
fleytti þar fram lífinu. Hér var náttúran heið og hreinl
Engan skugga af menningar-prjálinu gat borið hér á
öræfin, þar sem var svo fáment og góðment. —
Selið hans Azars gamla var eitthvað mílu vegar
frá þorpinu, og vinirnir komu þangað rétt um það
bil, að mánasigðin var að hverfa fyrir fjallsbrúnina.