Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 12
106 Grazia Deledda: | IÐUNN' Og nú lagðist nóttin yfir selstöðvarnar, yfir kofana og hjarðirnar og fjöllum girla heiðina þar fyrir ofan. Og nú mundi Antonío alt í einu eftir því, hvernig slíkt kvöld með öllum sínum hreinleik og yndisleiR náttúrunnar hafði svifið honum fyrir hugskotssjónir, einu sinni er hann sat í uppljómuðu leikhúsinu við hlið unnustu sinnar meðal alls þessa skrúðklædda múgs, sem þar var saman kominn. Og nú, er hann var kominn hingað í einveruna og næturkyrðina, nú tók hann að langa þangað aftur, í leikhúsið, í ljósa- fjöldann og allan fagnaðinn og til hennar, stúlkunn- ar með berar, snjóhvítar axlirnar, hennar Maríu, sem hann var búinn að missa fyrir fult og alt. Þetta var hann nú að hugsa um, á meðan hann nálgaðist átthagana. — Efes Múlas blístraði. Tryltu gelti laust upp á móti honum og í kofadyrunum kom í Ijós lílill maður, haukfránn í sjón og svip. Hárið langl og svart Iafði niður á háls á lionum og lagðist eins og kragi um skegglaust andlitið. Þetta var faðir Antonío Azars. Hann átti von á syni sínum og vini hans og hafði nú búið þeim ríkulega máltíð úr mjólkurmat, kjöti, ávöxtum og hunangi. »Svei, — skammastu þín!« sagði hann við hund- inn. »Fjandan á þetta að þýða! Sérðu ekki, að það er liann sonur minn, prófessorinn, og að það er hann Efes Múlas, þessi vellauðugi maður, er sýnir það lítillæti að heimsækja karlræfilinn hann Jakob Azar uppi í seljum. »Gott kvöld, Jakob bóndi! Hvernig líður þér? Hver er þarna í heimsókn hjá þér? Nei, hvað sé ég, Martein bónda Colias? Og hún dóttir yðar, Colomba, — hvar er hún? Skiljið þér hana eftir einsamla í selinu? Hvernig stendur á þessu, Marteinn bóndi? »Nú, hvað er þetta. Goll kvöld, signor Efes! Gott
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.