Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Qupperneq 15
IÐUNN 1
Coloniba.
109
á mig og það þykir mér vænt um. Hvernig skyldi
nú vera útlits í þessari einföldu, óspiltu sál? Hún
er kát, sú lilla, og kæn. Æ, hvað mig langar nú til
að geta skygnst inn í þessa ósnortnu sál, eftir að ég
er búinn að ganga mig hálfærðan i sálarfylgsnum
þessarar hefðarmeyjar, er sveik inig þó, af því að
lilíinningar sjálfrar liennar voru sviknar og lognar!
Einu sinni liafði ég hreinan viðbjóð á sveitastúlkum j
lyktin ein nægði til þess að llæma mig frá þeim. En
Colomba er hreinleg, vel til fara og fallega skædd og
hún angar af blóðbergi. En hvað mér þætti gaman
að því að standa með henni einni á hamrinum þarna
og hlusta á hjarðklukknahljóminn af húfénu, meðan
það er að bíta, anda að mér skógarilminum og hlýða
svo á hana, meðan hún væri að segja mér, livernig
sér litist á lííið og hversu hún elskaði.
Hann var niðursokkinn í þessar hugsanir sínar og
horfði stöðugt á Colombu með svo heitu augnaráði,
að hún fór að taka eftir því. Og hún endurgalt það
svo innilega, að það gat ekki verið af tómri ástar-
glettni.
Hjarðbændurnir, sem höfðu gert bæði mat og drykk
hin beztu skil, tóku alls ekki eftir, að hugur Colombu
reikaði nú um hættulega stigu. En Efes tók eftir
þessu. Og enda þótt honum sjálfum litist nú afskap-
lega vel á Colombu, þá gladdi hann það samt, að
Antonío vini hans geðjaðist svo vel að henni.
Þetta rótar upp í lionum, hugsaði hann með sér.
Vesalings maðurinn var alveg að drepasl úr þung-
lyndi.
»Segðu mér«, hvíslaði liann í eyrað á Colombu,
»kemur þú ekki með okkur á Miracólo-hátíðina?
Antonío Azar er til með að reiða þig fyrir framan
sig á hesti sínum og allar hinar stúlkurnar verða
grænar af öfund, er þær sjá þig í fanginu á prófess-
ornum«.