Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 21
IÐUNN]
Colomba.
115
mjög heilt í veðri enn, en áköf rigning hafði hreinsað
loftið og svalað jörðunni. Hálendismóarnir blikuðu
nú í daggargliti og kjarrskógurinn andaði frá sér enn
meiri angan en nokkru sinni áður; himinninn var
eins og skygður kristall og það blikaði á marbláa
rönd úti við sjóndeildarhringinn, þaðan sem gal að
líta hvít segl.
»í kvöld verður fult Lungl«, sagði Anlonío, um leið
og hann horfði út á hafið. Hefirðu nokkru sinni séð
það koma upp þarna úr hafinu?«
»Já«.
»Og hvernig fanst þér það vera?«
»t*að var eldrautt. Það leit út eins og Granatblóm«.
»Heyrðu, Colomha, komdu út í nótt, og svo skul-
um við horfa á tunglið, þegar það rennur upp úr
hafmu«.
»Nei«.
»Því segirðu nei? Hvers vegna viltu ekki koma?«
»Hvers vegna spyrjið þér? Haldið þér að ég sé
ó viti ?«
wÞú vilt það þá ekki?«
»Og enda þótt ég vildi það, þá dræpi faðir minn
mig, ef hann kæmist að því«.
»Hann faðir þinn? En veit hann þá ekki, að við
erum saman og göngum saman? Hefirðu ekki meira
að segja sagl mér, að honum sé það kært, að ég
fylgi þér?«
»Já, en það er af þvi að hann heldur, að þér ætlið
hráðum að ganga að eiga mig; þess vegna er hann
ekkert hræddur um mig«.
»Það ert þá þú, sem ert hrædd?«
»Eg!« sagði hún og hló. — »Eg hræðist engan. En
yður ælti þó að skiljast, að það er sitl hvað að fylg-
jast að að degi til eða þá að hitlast að nóttu til
svona upp til heiða«.
»Hvaða vitleysa, Colomba! Hvað er ljótt í því?
8*