Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 24
118
Grazia Deledda:
| IÐUNN
»Þú minnir mig á brjóstmjmd eina«, lók hann því
næ^t til orða. Eg heíi einhvers staðar séð andlit svip-
að þinu með hárlinda um höfuð. Þú ert falleg, Co-
lomba, og mér þykir vænt um þig. Og þér þykir lika
vænt um mig, er ekki svo? Komdu og segðu mér
það, elsku-stúlkan«.
Hún svaraði engu og tók höndunum fyrir andlit
sér. Antonío virli hana fyrir sér og spurði nú sjálfan
sig með verulegum kvíðboga: Hvað er ég að gera?
Og hvert stefnir þetta? Óhræsi er ég að vera að þessu.
En svo tók liann aftur til máls: »Segðu eilthvað,
Colomba«, og um leið tók liann hendurnar á henni
frá andlitinu. »Segðu eitlhvað við mig«.
Hún opnaði varirnar, ef til vill til þess að mæla
eitthvert ástarorð, — en þá sagði hann um lcið og
hann starði á hana: »Ja, nú man ég það; þú líkist
brjóslmyndinni af fögru egypzku konunni, sem er á
Neapels-safninu«.
En nú þyngdi aflur yfir svip Colombu. Því að hún
fann nú til þess alveg ósjálfrátt, að hugur Antonío’s
var ekki allur, þar sem hún var, og því sagði hún
nú: — »Eg ætti nú að fara, Antonío Azar, af því
að þú ert að skopast að mér«.
»Hvernig deltur þér annað eins í hug«, sagði hann
og reyndi að halda henni kyrri.
»Nei«, sagði hún brosandi, »ég ætla að vera hér
ofurlitla stund. Eg ætla ekki að fara strax, annars
hefði ég alls ekki komið. Hvað viltu? Forlögin hafa
nú einu sinni hagað því svo, og ég veit það, enda
hefir þú sjálfur sagt það, að við getum aldrei gengið
að eigast. Og þó fer þú mér ekki úr liuga; en ég er
ánægð, ef ég bara fæ að sjá þig«.
»Hvað ertu að segja, Colomba? Að visu eru örð-
ugleikar á því, að við gelum gengið að eigast, af
því að ég er enn svo efnalaus; en hver veit, með
timanum, eftir nokkur ár?«