Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 28
122
Grazia Deledda:
| IÐUNN'
þú þá, að ég sé svo vondur, að ég vilji bara ginna
þig og tæla og meini ekkert með þessu?«
»f*að er elcki það, hjartað mitt; þú skilur mig ekki.
Mér þykir einmitt oí vænt um þig og þess vegna
segi ég: nei, nei, nei! Hvað ætti ég að gera þér við
hlið? Þú ert Iærður maður, ég alveg gjörsneydd allri
mentun og gæti að eins verið ambátt þin. Og enda
þótt þú segðir við mig: ég mun fara með þig eins
og minn líka og aldrei blygðast mín fyrir þig; þú
ættir ekki að vera ambátt mín, heldur drotning . . .
nú, ég mundi hafna þér alt fyrir það, af því að mér
þykir of vænt um þig og ég vildi sízt verða þér til
ógæfu«.
Hissa horfði hann á hana. Og ef ég segði henni,
hugsaði hann, að hún ætti að eins að vera ambátt
mín, hverju myndi hún þá svara?
★
Það er merkilegt! hugsaði Anlonío Azar, þegar
hanu gekk heim frá síðustu samfundunum við Co-
iombu. Hún er stolt eins og örn. En ég vil kanna
hana til grunna. Ef til vill hafnar hún mér af því,
að bún þykist vita, að ég muni ekki lara lengra; en
nú vil ég vita það.
Hann fór til föður síns og sagði honum, að hann
befði einselt sér að biðja Colombu. »Farðu og berðu
upp fyrir mig bónorðið við föður hennar áður en ég
fer. Villu gera það?«
Hann bjóst við, að faðir sinn myndi malda í mó-
inn, — en í stað þess að undrast þetta eða reiðasl
því, þá gladdi það nú hjartanlega Jakob gamla, að
sonur hans, prófessorinn, skyldi vilja ganga að eiga
sveitastúlku.
»Heilagi Franz bjálpi þér, sonur minn!« sagði
hann með tárin í augunum. »Ég legg nú af stað til
þess að heimta dúfuna þér til handa. Og ég bið