Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 29
IÐUNN ]
Colomba.
123
ykkur þegar allrar blessunar. Ég óska að þið megið
eignast tólf króga, og sá hinn sízti þeirra megi verða
erkibiskup í Cagliari1).
»Ja, það er nú nógur tími til að hugsa um það«,
svaraði Antonío brosandi; - »fyrst verður þú nú að
fara og biðja stúlkunnar«.
Jakob bóndi fór og sonurinn beið með óþrej'ju
eftir svarinu.
Það hljóðaði svo: Marteinn Colías og dóttir hans
beiðast fresls í vikutíma til þess að hugsa málið.
Azar gamli furðaði sig nú ekkert á þessu, þar eð
þetta var landssiður. Því að þótt jafnvel konungs-
sonur hefði komið og beðið bóndadóttur, hefði þessi
frestur verið áskilinn.
En Antonío varð órótt innanbrjósts og varð jafn-
vel gramur í skapi og svo fór hann, að hann sá
ekki Colombu eftir það.
Auðvitað játast hún mér, liugsaði hann með sér;
annars hefði hún strax hafnað méi. Og hann vissi
nú ekki, hverju átti fremur að fagna, hryggbroti eða
jáyrði.
Þegar hann var kominn aftur lil bæjarins, lók
liann upp sina gömlu lifnaðarliáttu, kenslu sína og
bækur, og honum fanst eins og sig hefði verið að
dreyma. Cilögt stóð Colomba honum fyrir hugskots-
sjónum; var þá líkast því eins og hann sæi hana í
loftsýn uppi á hinum einmanalegu, en fögru öræfum
átthaga sinna; og hann fann til þeirrar óskar, að
hann mætti allaf sjá hana svona. Kæmi hún nú að
heiman og hingað til borgarinnar og yrði frú Azar,
mundi hún aldrei geta litið öðru vísi úl en — sveita-
"Stúlka. — Já, svona hugsaði nú Antonío og óskaði
þess af heilum liuga, að hann fengi hryggbrot. Og
nú tók liann að óttast, að liann fengi jávrði, og iðr-
1) Höfuöborg Sardiniu, meö um (50 þús. ibúa.