Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 33
iðunn |
Ræða.
127
landsstjórn til þess að taka það til undirbúnings og
framkvæmda.
Um leið og ég 1}tsí yfir þessu fyrir hönd kvenna,
óska ég máli þessu blessunar og sigurs.
Eg drap á það áðan, að aðalhlutverk konunnar
hefði frá alda öðli verið, að hjúkra sjúkum og bág-
stöddum; og annað er það líka, sem ekki mun verða
af konum dregið, og það er: að þær hafi kunnað
að elska.
Hingað lil hefir þessi ást konunnar verið bundin
ástvinahópnum, þótt einstöku sinnum hafi það gerst
i veraldarsögunni, að konur hafi brotist út úr sín-
um þrönga verkahring til þess að sýna ást sína á
öllu því sem þær hafa borið fyrir brjósti.
Einstöku sinnum hefir einstaka þjóð átt því láni
að fagna að eignast kvenhetjur, sem börðust og létu
jafnvel lííið fyrir land silt og þjóð.
Vér getum ekki allar orðið kvenhetjur og senni-
legast verður engin okkar það, en eitt getum vér gert
og það er: að glæða ástina til lands og þjóðar, og í
þessu hygg ég, að vér þurfum ekki að verða eftir-
bátar karlmannanna. —
Því vil ég nú biðja yður konur að minnast fóst-
urjarðarinnar á þessari sólfögru hátíðisstund og
strengja þess heit að ylja og glæða ástina til lands
vors og þjóðar í hjörtum sjálfra yðar og allra þeirra
sem þér kunnið að hafa áhrif á.
En minnist eins; ást þessi má ekki verða blind,
svo að hún verði að þjóðarhroka.
Minnist þess, að vér íslendingar erum enn lítil-
magnar, sem enn eigum eftir að ryðja oss braut
meðal þjóðanna, og að vér verðum að þroskast og
magnast áður en vér getum stært oss af nokkrum hlut.
Farið því með ásl yðar til föðurlandsins eins og
þér farið með ást yðar til ungbarnsins, sem situr á
kjöltu yðar — hlúið að henni og gætið hennar með