Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 36
130
G. Björnson:
[IÐUNN
og hjúkrun, sem brýn nauðsyn er til og unt er að veita
í góðu sjúkrahúsi. Lengi litu menn svo á hér á landi,
að sjúkrahúsin væru ekki fyrir aðra en þá sem þyrftu
að láta »skera sig upp«. Það er fjarri sanni. Það
vita þó allir, sem að vilja gá, að mikill fjöldi alvar-
legra sjúkdóma er þess eðlis, að ekki gelur komið
til mála að »leggja sjúklingana undir hnííinn«.
Það eru til ótalmargar lækningar-aðferðir nú á dög-
um, aðrar en skurðlækningar, sem ekki verður komið
við að fullu gagni í heimahúsum. Þar við bætist svo
sú afar-tíða og mjög brýna nauðsyn, að einangra í
sjúkrahúsum sjúklinga með ýmsa alvarlega, næma
sjúkdóma, til þess að þeir sjúkdómar berist ekki út.
Þess ber vel að gæta, að það er ógerningur að
hafa alls konar sjúklinga saman í einu og sama
sjúkrahúsi. Það er ekki gerlegt að hafa sjúklinga með
geðveiki, brjóslveiki, holdsveiki, bólusótt, taugaveiki,
beinbrot, magasár o. s. frv. — alla undir sama þaki.
Þess vegna höfum við reist holdsveikraspílala, geð-
veikraspítala og brjóstveikrahæli og komið upp 4
litlum sóttvarnarhúsum, einu í liverjum landsfjórð-
ungi.
Þessi sérstöku sjúkrahús eru öll bráðnauðsynleg,
og þau eru öll sannnefndir landsspítalar.
En af öllum íjölda sjúkra manna fara fæslir í
þessi sérstöku sjúkrahús, allur þorrinn á heima í
hinum almennu sjúkrahúsum.
Þau eru orðin allmörg hér á landi, 14 sem slend-
ur, en öll smá. Verður vikið nánara að því síðar.
Þörfin á almennum sjúkrahúsum er mjög brýn,
sem fyr var getið.
Hjer á okkar strjálbygða landi er það bein nanð-
syn að hafa lítið sjúkrahús á hverju læknissetri út
um land; þá fyrst koma héraðslæknar að fullu liði.
Það er hvorttveggja, að margir sjúklingar eru ekki
flutningsfærir langar leiðir í fjarlæg sjúkrahús, og svo