Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Qupperneq 45
IÐUNN1
Heimsmyndin nýja.
139
sem enga þyngd og má gera ráð fyrir að þær vegi
svo sem 0,i af þyngd vatnsefniseindar, og eru þá
eflir 226,i, en það er nákvæmlega þungi radíums-
eindarinnar, enda er nú úraneindin, sem áður var,
orðin að radíumseind. Það er nú sannað með tölum
og tilraunum, að þetta á sér stað, en þar með er
Hka sannað, að þyngri frumefnin eru orðin til úr og
leysast aftur upp í sér léttari frumefni. Úraneindin
er þannig orðin til úr = 1 radíumseind 3 lielí-
umseindum -(- c. 200 rafmagnseindum. Á líkan hátt
má sýna fram á, að sjálft radíið muni vera orðið til
úr = 1 blýeind -þ c. 5 helíumseindum, því að 226,<
+ (5 X 4) = 206,4, en blý liefir, eins og kunnugt er,
eindaþungan 206,9. Þó hefir ekki enn tekist að gera
radíum að blýi og lengra eru vísindamennirnir ekki
komnir i þessum aðdáanlegu rannsóknum sínum. Eú
það sem þegar er leitt í ljós, er nægilegt til þess að
sýna oss inn í alveg nj'ja og furðulega heima. Og
skal hér að eins bent á nokkra möguleika.
Ef það tækist að breyta einu frumefninu í annað,
mundi ekki einasta draumur gullgerðarmannsins um
að geta breytt blýi í gull, rætast, heldur mundu og
lúkast upp fyrir mannkyninu alveg nýjar og ótæm-
andi uppsprettur afis og orku, er mundu geta gert
mennina svo að segja einráða um forlög sín og
hnattar síns. 1 pund af úrani hefir t. d. meiri orku,
meira hitamagn í sér fólgið, en 100 tonn af kolum, og
^f hægt værj að leysa upp 1 pd. af blýi i önnur
léttari frumefni, mundi það gefa oss álíka hitamagn
€ða jafnvel meira. Svo feikileg er nú orka sú sem
«itt einasta pund af dauða efninu felur í sér, að ef
^ss tækist það nokkru sinni að breyta með hægu
móti einu frumefni í annað léttara, þá mundi oss
°pnast þar alveg ótæmandi orkufúlga. Gallinn er, að
þessar orkuhirzlur, frumeindirnar, eru flestar hverjar
enn svo harðlæstar, að vér þekkjum engin sköpuð