Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 47
Friðarhugleiðingar.
Eflir
Ferdinand Wrangel, barón.
[Lcsendur »Iðunnar« mun fýsa að vita eitthvað um
ófriðinn mikla við og við. Hér birtist grein úr tímariti
cinu, „The Intemational Reviewsem er nýfarið að lcoma
út í Ziirich og einmilt stofnað í þeim tilgangi að miðla
málum milli ófriðarþjóðanna og leiðrétla það, sém rang-
hermt er um styrjöldina. Sá er þetta ritar, er mikils met-
*nn stjórnmálamaður rússneskur, sem lieíir dvalið tugi ára
ú Þýzkalandi, Frakklandi og Englandi og er því gagnkunn-
ugur ástandinu í öllum þessum löndum. Pví er vert að
veita orðum lians töluverða atliygli, og það því fremur,
scni hann virðist vera alveg hlutlaus.]
Kæri herra! — Þegar ég fékk 1. heftið af „The
Inlernational Review", sem þér voruð svo vænn að
senda mér, las ég það þegar í stað með mikilli at-
hygli, með því að mér duldist ekki, að fjarska mikil
þörf væri á slíku tímariti, þar sem menn af ýmsum
þjóðum gætu á kurteisan hátt og með fullri einlægni
látið í ljós skoðanir sinar um þau miklu alvörumál,
er nú bíða úrlausnar á þessum miklu þrengingar-
lhnum Norðurálfunnar.
Slíkar umræður ættu að geta komið einhverju
§óðu til leiðar, einkum ef lesendurnir jafnt og höf-
bndarnir vildu reyna að gera sér far um að skilja
’nálstað andstæðinga sinna. En slíks víðsýnis getum
ver að eins vænst af einstaka manni, sem ekki er
hndir áhrifum umhverfis síns um skoðanir sínar.