Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 49
IÐUNN’l
Friðarliugleiðingar.
143
stjórnmálamanna, sem olli þessu heimsböli, heldur
var fyrirkomulagið á því, hvernig farið er með
millirikjamál, algerlega rangt. Vér könnumst að vísu
við, að sumir af þessum pólitísku matreiðslumönn-
um, sem áttu að elda utanríkis-málin ofan í þjóðir
sínar, liafi farið klaufalegar að en aðrir, og að þeir
i baráttunni um metorðin og völdin hafi trúað um
of friðsemdar-hjali mótstöðumanna sinna eða metið
of lítils herbúnað þeirra, en — það er nú árangurs-
laust að þrátta lengur um það, hver hafi helt niður
mjólkinni í þetta skifti. Hilt hefði aftur á móti verið
ákjósanlegast, hefði einhver séð það í tíma, að það
var bráð-nauðsynlegt að breyla algerlega um
meðferðina á öllum milliríkjamálum, því að með
þessu lagi er framtíð alls hvíta kynllokksins í veði.
í þeim löndum, þar sem hervarnarskylda er, er
nú kjarni þjóðarinnar ýmist kvistaður niður eða Iim-
lestur ævilangt. A Bretlandi aftur á móti, þar sem
engin er hervarnarskyldan, er noklcuð öðru máli að
gegna; þar sitja bæði færustu og ófærustu mennirnir
heinia. Og þó mun þetta á engan hátt bæta upp, er
til lengdar lætur, það feiknaljón, sem leiðir af stríði
þessu i ófriðarlöndunum, að — »þeir óhæfustu lifa«.
Sú skoðun er nú orðin almenn meðal siðaðra
lJjóða í heiminum, að það væri hreinn glæpur, ef
ekki væri nú reynt hér eftir með öllu mögulegu móti
að stemma stigu fyrir því, að Norðurálfu-ófriður
i^rytist út af nýju, eftir að þessi styrjöld er til lj'kta
leidd.
Þar eð nú erindrekar stjórnanna hafa nú í þessu
falli brugðist því algerlega, sem þeim bar að girða
fyrir, hefir verið stungið upp á því, að almennings-
a|itið í öllum löndum ætti að ráða meiru hér eftir,
Pá er um deilumál þjóðanna væri að ræða. Petta er
skoðun sú er kemur fram í ræðu hr. Ramsay