Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 58
152
Jón Ólafsson:
[ÍÐUNN
All er þetta ógurlegt og alveg eins dæmi í verald-
arsögunni. Aldrei hefir fé og fjöri manna verið sóað
neitt líkt þessu. Aldrei jafnmikil feikn og fádæmi
borið við í heiminum.
[Eftir Independent.]
Ör endurminningum ævintýramanns,
[Frh.]
Kolfreyjustaðar-kirkjusókn er ærið víðlend. Henni
tilheyra allir bæirnar á suðurbygð Reyðarfjarðar frá
og ineð Berunesi og út á Vattarneslanga og öll bygðin
liringinn í kring um Fáskrúðsfjörð alt út að Hafnar-
nesi, að því meðtöldu, og svo bæirnir 6 inni á Daln-
um fyrir innan fjarðarbotn. Af suðurbygð Fáskrúðs-
fjarðar er sótt til Kolfreyjustaðar yfir fjörðinn, af
suðurbygð Reyðarfjarðar er yfir fjallskörð að sækja.
Af norður-bygðinni og inn úr er sótt landveg.
Kirkjurækni var í bezta lagi í tíð föður míns. og
var örsjaldan messufall, ef veður var fært; venjulega
sótt úr öllum lilutum sóknarinnar, auðvitað mesl að
sumrinu. —
Um þetta leyli var Fáskrúðsfjörður höfuðstöð fiski-
llota Frakka hér við land; munu þá liafa sótt þang-
að 120 —150 skip árlega; man ég eftir að hafa talið
80—100 skip liggjandi í einu inni við Búðaströnd
fyrir innan Mjóeyri.
Þessi frakknesku skip voru tvenns konar. Annar
flokkurinn, sá fjölmennari, voru fiskiskipin. Þau lögðu
út frá Frakklandi seint í Febrúar og komu hingað
undir land til að fiska. Þau komu þá sjaldan eða
aldrei inn á hafnir, nema einhver sérstök nauðsyn