Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Qupperneq 61
IÐUNN1
Endurminningar,
155
Eitt vor (1859) kom stórt grámálað flutningsskip
til Fáskrúðsfjarðar. Það var seglskip, eins og öll
frönsku skipin, sem hingað komu þá (herskipin voru
einnig seglskip). Þelta skip var eitt ið skrautlegasta
og stærsta. Tveim, þrem dögum eftir að skipið kom,
kom bátur frá því út að Kolfreyjustað og voru þar
á þrír gestir, prestarnir Bernard og Baudouin, er
komu til að setjast að hér á landi, og með þeim dr.
phil. Ólafur Gunlögsen, er fylgdi þeim hingað heim,
en fór utan aflur með sama skipinu. Hann var þá,
að ég ætla, ritstjóri blaðsins »Le Nord«, er út kom
í Belgíu. Ég man vel eftir honum, enda sá ég hann
tvisvar, því að fám dögum síðar var faðir minn hoð-
inn inn á prestaskipið, sem kallað var, og var hon-
um boðið að hafa mig með, ef hann vildi. Þar var
góður fagnaður um borð, og að afloknum miðdegis-
verði fóru frönsku prestarnir, Ólafur Gunlögsen og
við feðgarnir og tveir þjónar með í land og seltumst
að í sólskininu í fögru lækjargili á ströndinni og var
þar drukkið kaffi og kryddvín (liqueur). Faðir minn
og prestarnir og Ólafur töluðu latínu sainan. Olafur
sagði einhver fá orð slöku sinnum við inig á íslenzku.
Annars heyrði ég hann varla tala islenzku.
Óaíur var hár maður, að mig minnir, liöfðingleg-
ur og gáfulegur, ljós á liár.
Almenningur hafði ýmugust á þessum lcaþólsku
klerkum; en faðir minn var þeim inn alúðlegasti og
greiddi fyrir þeim á alla lund. —
Það var um þessar mundir allítt til sveita á Aust-
urlandi að lesa fornmannasögur eða kveða rímur á
kvöldvökunuin fólkinu til skemtunar. Voru jafnvel
til gamlir menn, sem fóru um bæ frá bæ að vetrar-
laginu, til að lesa og kveða; höfðu þeir oft með sér
rímur og skrifaðar sögur, þær er eigi voru til í þá tíð
á prenti.
Faðir minn hafði mestu óbeit á rímum og rímna-