Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Qupperneq 71
IÐUNN1
Enclurminningar.
165
siður. Þúr borðaði móðir mín með lionum stundum,
en stundum borðaði hún í búrinu um leið og hún
skamtaði. Eg borðaði ætíð með föður mínum, og
eins Ivristrún systir mín síðasta árið sem hann lifði.
Oft var sama til matar hjá okkur eins og hinu fólk-
inu, þótt öðru vísi væri fram reitt, en stundum var
þó meira í borið eða annar matur á borðinu hjá
okkur. Kaffl var gefið, er menn vöknuðu á morgn-
ana, og eftir morgunmat og miðdegisverð, en ekki á
kveldin.
Eg skal geta þess, að frá því ég man fyrst eftir
mér og alla tíð meðan ég var heima í föðurgarði,
fékk ég pott-könnu fulla al' nýmjólk bæði kvelds og
morgna. Ef ég tæmdi hana áður en næsta mál kom,
gat ég ætíð fengið mjólk að drekka eftir vild, enda
liöfðum við góðar kj'r, aldrei minna en 4 snemm-
bærur, oftast eina miðsvetrarbæra og ávalt eina vor-
bæra.
Veturinn 1860—61 gékk skæð taugaveiki í Fá-
skrúðsfirði. Eins og ég hefi áður getið, hafði faðir
minn lækningaleyfi og stundaði talsvert lækningar.
Ekki gerði hann það í ávinningsskyni, því að mest
öll meðulin gaf hann og fyrir ferðir sínar tók hann
aldrei neitt, en hélt oft sjúklinga á heimili sínu dög-
um og vikum saman, og vissi ég aldrei til að hann
tæki neina borgun fyrir það. Þennan vetur eftir nj'j-
árið var hans oft leitað og viljað. Meðal annara
lagðist Þórunn dóttir hans (hálfsystir mín); hún var
gift kona í Dölum. Föður míns var vitjað til hennar;
Var hann yfir henni meir en viku uns henni var
fekið að batna. Hélt hann þá heimleiðis ríðandi á
laugardag og ætlaði að messa að morgni. Krapa-
'figning var úti og kalsaveður. Yfirhöfn lians var
ekki vatnsheld, svo að hann varð allur holdvotur.
Annar bær fyrir innan Ivolfreyjustað, tæpa hálftima-
reið frá staðnum, heitir Höfðahús; liggur réll niður