Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 72
1C6
Jón Ólafsson:
[IÐUNN
við sjóinn, en brekka fyrir ofan bæinn ög liggur
vegurinn fram hjá bænum uppi á brekkunni. Þegar
l'aðir minn reið þar hjá, kom bóndinn, gamall vinnu-
maður lians og vinur, upp á brekkuna hlaupandi og
sagði lionum að hjá sér væri nj'fætt barn og væri
mjög sjúkt, svo að liann þyrði ekki annað en láta
skíra það, og bað föður minn að koma heim með
sér til þess. Faðir minn spurði liann, hvort hann
kynni við, að hann skirði það hempulaus. Þau
hjónin vildu heldur að hempan væri sótt, og léði
faðir minn reiðhest sinn drengnum, sem átti að
sækja hempuna, og bað hann að ilýla sér eins og
hann gæli. Drengurinn gerði það, og var ekki klukku-
tíma burlu. Á meðan var föður mínum boðið inn í
stofuhús og var honum hitað kaffi. En stofan var
köld og sló mjög að föður mínum. Hann skirði
barnið og reið svo hraðfara heim. Þegar hann kom
heim, háltaði hann þegar, en var altekinn af köldu
og hilasótt. Faðir minn fann þegar, að liann mundi
hafa tekið taugaveikina, lá liann nokkrar vikur;
sendi hann snemma til Gisla læknis Hjálmarssonar
og sendi Gísli honum meðul. Hann hafði lengi legið
með óráði, en loks lók honum að batna og sýndist
sem hann væri á góðum batavegi undir Febrúar-
mánaðarlok. Ilann hafði alla ævi verið heilsuhraustur
maður og varla nokkurn tíma orðið misdægurl, enda
var liann mjög sterkbvgður. Slíkum mönnum hæltir
við að ætla sér aldrei af og álíta sér alt fært. Meðan
hann lá enn rúmfastur, en þó allhress orðinn, bar
svo til einn morgun, að komið var með lík til greftr-
unar. Það var vel metinn bóndi úr sókninni, sem
látist hafði úr taugaveiki, Magnús í Tungu. Föður
mínum var sagt til þess og sagði hann þeim að laka
gröfina. Þegar því var lokið, dreif hann sig upp úr
TÚminu, hvað sem hver sagði, fór í hempuna og
söng yfir líkinu og kastaði rekum á. Úti var stormur