Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 75
IÐUNN’l
Endurminningar.
109
feitlaginn. Hann var vanur að koma á fætur til
morgunverðar, og að morgunverði liðnum fór hann
aftur inn í svefnherbergi sitt, fór úr frakkanum og
lagðist upp í rúm og las sér til skemtunar eða sofn-
aði á milli. Kom svo inn aftur til miðdegisverðar,
en fór að honum loknum inn aftur í svefnherbergi
sitt til að lesa. Nema ef einhver gestur var hjá hon-
um, var hann jafnan á ferli og hinn kátasti. Hann
var snyrtimaður í allri framgöngu og gekk ávall í
einkennisbúningi bláum Iiversdagslega.
Magnús skrifari fór venjulega eftir kveldverð út
og bauð mér oft með sér. Sá maður var þá á Eski-
firði, sem Gísli hét Árnason og var snikkari. Ilann
hafði í hjáverkum vínsölu. Pangað fór Magnús á
kveldin að fá sér í staupinu, því að hann var mað-
ur talsvert drykkfeldur, og varð þó meira síðar.
Magnús vildi jafnan gefa mér eitthvað að drekka
með sér; en með því að ég vildi livorki brennivín
eða öl, eins og hann drakk, þá fékk ég staup af
»Extrakt« í staðinn, og þótt mér það gott, því að
það var sætt. Drakk ég venjulega eitt staup af því,
síðar tvö, og fann ég þá á mér, en við 3 staup varð
ég töluvert kendur, og í fyrsta sinn er ég drakk 3
staup, seldi ég upp. Þannig komst ég ungur á bragðið
að fá mér í staupinu.
Á sunnudögum kom ég stundum ofan í Tulinius-
ar-hús; hafði frúin boðið mér að korna þangað þegar
ég vildi. Þetta voru f^ustu kynni mín af þeim ágætis-
'hjónum, en þau urðu meiri síðar. Þau átlu um
þessar mundir að eins eitt barn; það var Þórarinn,
°g var hann þá ársgamall.
Svo leið fram undir Maí-lok, að ekki hlj'ddi sýslu-
maður mér yfir nema þrem sinnum. Þegar að þinga-
íerðum kom um vorið, fékk ég að fara heim til
móður minnar og átti að fá að vera þar, unz þinga-
íerðunum væri lokið. í ferðalagi þessu veiktist sýslu-