Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 77
IÐL'NN ]
Endurminningar.
171
sama daginn og mér var enn sagt að halda áfram,
þá var mín þolinmæði úti. l£g þorði samt ekki annað
en hlýða og settist aftur í ofnkrókinn með bókina.
En ég las ekki; ég var allur annars hugar. Eg fór
að hugsa um það, að það væri ekki til neins að
hraða sér með lexíurnar, úr því að ég yrði að sitja
í ofnkróknum frá morgni til kvelds og fengi aldrei
neina frístund. í rökkrinu mátti ég fara út þangað
i'ú kveikt var, en svo varð ég aftur að setjast við
hókina. Næsta morgun spurði prófastur mig að,
hvort ég væri búinn með lexíuna, en ég kvað það
ekki vera. Um hádegi spurði hann mig ins sama og
játli ég því þá; var mér þá enn hlýtt yfir og sett
fyrir ný lexía. Er þar skemst af að segja, að ég
sveiksl um að lesa, svo sem ég framast gat, stalst
sem oftast út, og þegar ég var spurður, hvað ég
^etlaði nú að gera út, sagðist ég þurfa að fara nauð-
synja minna; en auðvitað stalst ég út miklu oftar
en ég þurfti; fór ég venjulega út gegn um eldhúsið
og þar Lit um afturdyr, er á voru bænum. Lék ég
mér þá oft úli einn eflir föngum, því að ekkert barn
''Tar á bænum annað en ég. Væri ílt veður, lenti ég
1 skrafi og glensi við stúlkurnar í eldhúsinu, eða þá
við pilta úli í skemmu.
Einhvern tíma bar svo við seint um veturinn, að
ég stalsl út sem oftar og hélt ég á »litla Madvig« í
hendinni, eins og ég færi fram til að fá mér að
■drekka; ég fór út að bæjarbaki eftir vanda. Á Hólm-
um voru þá lialdin svín og var þar gylta með hálf-
stálpuðum ungum. Þegar ég kom út að bæjarbaki,
voru svínin þar að krafsa. Eg lagði »litla Madvig«
a vegg eða garð, og tók að linoða mér snjó-köggla
hl að kasta í grísina. En af hendingu varð mér litið
við, og sá þá, að einn grísinn var húinn að ná í
»lilla Mad vig« og farinn að hlaða í honum með trýn-
inu. Mér varð lieldur en ekki hverft við og réðst á