Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Side 90
184
Jón Helgason:
1IÐUNN
bresti pá aldrei neitt af neinu
nema skort á mjólkur-leysi.
Óskum vér þeir ætíð verði
okkar þjóð til vegs og sóma.
Svo skulum ailir þyrstir þamba
þeirra skál í kúarjóma.
Kvæðið ílutti Cowan fyrir mörgum árum á sam-
komu í Winnipeg.
21. Fyrstu orðin.
Pú móðurtungan mæra,
sem mér ert hjartakær,
ég man það máske betur
en margt, sem skeði i gær:
hið fyrsta af öllum orðum,
er orð ég mynda fór,
var orð, sem ei ég gleymi,
en orðið það var — bjór.
Svo flýði’ eg feðragrundu,
mér fanst þar alt of þurt;
að leita fjár og frama
ég fullur sigldi burt.
Af hafi hingað komnum
mér heimur birtist nýr.
f*á lærði ég orð á ensku,
en orðið það var — beerl
22. Úr kvæðinu »Sámur frá Urðarbæli«.
»Sámur« lýsir í kvæðinu fyrstu viðtökunum, sem
hann fékk í bænum Duluth, er hann kom fyrst að
heiman. Vafalaust hefir skáldið hér þarlenda menn í
huga, því að Vestur-íslendingum hefir allajafna verið
við brugðið fyrir gestrisni og hjálpsemi við landa ný-
komna að heiman.
Eg kom hér í bæinn og kunni ekkert mál,
kaldur, svangur, hrakinn og þekti enga sál,
ég gekk i niðamyrkri og guðaði’ á livern skjá,
en guðs-náð hvergi fann ég og því ég úti lá.