Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Síða 93
JÐUNN|
Stórhríö.
187
•öllum að óvörum, bæði mönnum og skepnum. Áður
hafði verið alauð jörð og góð tíð. Fé gekk því sjálf-
ala. En svo kom hretið. Og bjarga varð því sem
framast var unt að bjarga.
Leiðin til beitarhúsanna var auðrötuð. Á aðra hönd
var há, skógi vaxin hlíð, en hinum megin þverhnýpt-
ur hamraveggur, margra feta hár, og féll að honurn
lreyðandi brim, sem um margar aldir hafði sorfið
klettarælurnar svo, að nú var skúti undir bergið neðsi.
Ln á milli hlíðarinnar og bjargbrúnarinnar voru gil
ng ásar, sem leysingavatn hafði verið að mynda um
ómunatíð.
Bóndinn bar eigi áhyggjur um sitt eigið líf. Hann
var að hugsa um vesalings kindurnar sínar, hve
>nargar af þeim mundu lifa af þennan byl og hve
tnargar rnundi hrekja niður fyrir hamrana — nið-
nr i hyldýpið. Og hann brauzt áfram, hraðaði ferð-
ntn sem framast var unt, ef vera mætti að hann fengi
I’á bjargað lleiri kindum en ella.
Áketð hans var svo mikil, að hann gætti þess ekki,
hvar hann fór. Hann kærði sig heldur ekkert um
það, því hann þekti þarna hvern stein og hvert
moldarbarð — jafnvel hverja hríslu. En fjandi var
hriðin dimm. Hann tók eftir því alt í einu. Og þá
staðnæindist hann og reyndi að átta sig.
Hann varð þess íljólt áskynja að hann var stadd-
ur á einhverjum ási. En ásarnir voru svo margir —
°g allir líkir. Hann mældi ásinn í skrefum milli gilja
og komst að þeirri niðurstöðu, að þetta væri sami
asinn sem beitarhúsin slóðu á. Jú, og nú sá hann
einnig stein, sem hann þóttist þekkja. Hann hafði
vilst ■— aldrei þessu vant — og lent fyrir ofan beit-
arhúsin ....
Hvað skildi nú konan liugsa heima? Hún heldur
sjálfsagt að hann muni villast! Hann! — sem aldrei
heíir vilst á æíi sinni! — Og liún er auðvitað dauð-