Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Page 101
IÐL’NN ]
Ritsjá.
195
lægi, ég lield árum saman, i rúminu og héldi að hún ætti
að deyja. Og ónáttúrlegt, nema hún liaíi haft móðursýki á
háu stigi, að láta hana sjá allar þessar sýnir í legu sinni.
Og þá hefði liún aldrei getað orðið þetta sterka glæsi-
kvendi, sem liöf. gerir hana að í öðrum þætti. Höf. heflr
sýniiega skort nægilega sálarlega þekkingu á þessu; því er
svo mikill þverbrestur í þessari sögu, og liún öll ótrúieg.
En — Söngva-Borga, hún er sönn og á veruleika hennar
verður maður að trúa, þótt sönggáfan sé kannske gerð
helzti mikil og skáldið húi hana of miklum afkárabúningi.
Betta er bezta sagan, — langbezta sagan í bókinni, einkum
þar sem þær leiða saman hesta sína Söngva-Borga, ilæk-
ingurinn, dóttir Jóns Sigmundssonar lögmanns — inngróið
hatrið og heiftin — og Kristin, sem er ástúðin og nær-
gætnin sjálf, þótt liún sé dóttir Gottskálks biskuþs grimma.
Enginn getur ósnortinn lesið niðurlag sögu þessarar, þar
sem Ivristin með hógværð sinni er að knýja Borgu í kné
og henni flnst eins og hún sé að lirapa niður í botnlaust
liyldýpi, af því að hún alla ævi hefir verið ljoðberi heift-
rækninnar og hefnigirninnar og sér nú loks, að sér muni
hafa skjátlast. Bó getur manni ekki annað en þótt vænt
um Borgu; hún vai svo vel gefln, að einmitt liún liefði
átt að verða ættmóðir, i stað þess að verða að útskúfuð-
um auðnuleysingja. —
Enn heflr Jón Trausti sýnt það með þessum sögum
sinum, að hann lieflr einna mest til brunns að bera af
isl. sagnaskáldum. Mannlýsingarnar hjá honum eru jafnan
stórfenglegastar og tilbreytingin mest. Ef stýll og orðalag
væru þar eftir, þá væri vel. Það bresiur nokkuð á það enn;
en ég ætla ekki að fara í neinn sparðatíning. Á. H. B.
Guðm. Friðjónsson: Tólf sögur. Tólf smásögur, og sumar
þeirra skínandi perlur, sem ættu skilið að komast sem
fyrst inn i heimsbókmenlirnar. Lifsgildi llestra þessara
smásagna er mikið, en listagildi sumra þeirra minna, af
því að höf. virðist enn nokkuð mislagðar hendur á sögu-
smíð. En eins og kunnugt er, þarf varla eins mikið listfengi
við neitt eins og við samningu góðrar smásögu eða kvæðis.
Það er bezt ég segi strax frá þessum smíðagöllum, er mér
virðast vera á sögunum. Sumar sögurnar eru of sundur-
13'