Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1915, Blaðsíða 102
196
Ritsjá.
[ IÐUNN
leitar að el'ni, sumar ekki annað en líkingar og í einstaka
sögu stingur höf. sjálfum sér svo fram, að pað raskar trú
manna á sögunni. Eg skal undir eins finna orðum mínum
stað. Efnissundrunguna sér strax á fyrstu sögunni. Par
leggur Prándur ungi á Pjótanda upp til kvonbæna með
krókstaf silfurrekinn í hendi og livítl um liálsinn til þess
að biðja heimasætunnar, sem átti sjö pils og fimtíu slifsi;
— þetta er nægilegt efni í sérstaka sögu og þessu hefði átt
að halda áfram. En óðar en varir er farið að segja frá
Bárði beinserk og við erum komnir í hákarlalegur norður
undir Kolbeinsey, — ágætt efni í aðra sögu. Og svo er
loks komið að aðalefninu, — Grimi gamla, sem lent hefir
á rangri hillu í lífinu með sig, konuna og börnin og alið
kala lijá börnum sínum fyrir alla óregluna og ást sína á
brennivíninu, — alveg sérslök saga og einstaklega hugð-
næm, einkum í sögulokin, þar sem Grímur gamli segir: —
»Og alt er þetta brennivíninu að kenna, alt saman; og þó
er það gott — en svei því samt!« — Slík efnissundrung í
smásögum er hættuleg; lengri sögur þola hana, en smá-
sögur ekki. Auðvitað ber slík efnisgnægð vott um, að nóg
sé af að taka, nóg yrkisafnið, en hún raskar heildarmóti,
því sem helzt á að vera á smásögum, og sviftir þeim
stundum alveg i sundur. Sem dæmi má nefna aðra sögu:
»Vofuna«. Sú saga byrjar á hálfgeiðum kennaraskóla-upp-
skafningi og virðist manni hann eiga að verða sögulieljan;
en sagan endar miklu alvarlegar á frásögn um stúlku, sem
gengur aftur og vitjar barnsföður síns, af því að hann
hefir svarið fyrir barn þeirra.
En þó þessi smíðalýti séu á sumum sögunum, þá er
gaman að lesa þær, því að Guðm. Fr. segir svo afburða-
vel frá. Önnur sagan »Gamla heyið« er t. d. prýðisgóð,
hrein perla. En liún segir frá ísl. fastheldni og búmann-
legri i'orsjá Brands gamla á Hóli, er gengst ekki upp við
neitt, og jafnvel ekki við það, þótt velferð heillar sveitar
sé í veði, — þangað til hann finnur tár dóttur sinnar, heit
og hrynjandi, falla á andlit sér. Pá er lionum öllum lokið
og hann gefur alt frá sér.
»Tilhugalíf« virðist mér hálf-ótrúlegt og klökkvafengið
og spekina lízt mér nú alls ekki á (sbr. orðin: »því að