Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 14
256 Sigurður Magnússon: [IÐUNN skilningi, en sem þurfi svo örlítið af, að ekki sé hsegt að meta gildi þeirra i hitaeiningum. Röhmann gerir greinarmun á »fullkominni« og »ófullkominni« eggja- hvitu. Sameind (molekyl) eggjahvítuefnisins er sam- sett af ýmislega bygðum einda-hópum (atom-hópum). Ef eggjahvítan hefir alla þessa einda-hópa inni að halda, þá er hún fullkomin, en ef eitthvað af þeim vantar, er hún ófullkomin. E*etta sem vantar hyggur hann að sé einmitt bætiefnið. Eftir þessari kenningu eru eggjahvítuefni kjötsins, mjólkurinnar og eggjarauð- unnar fullkomin. Þess vegna er hægt að ala hunda á kjöti einu saman og börn á tómri mjólk. Öðru máli er að gegna um eggjahvítuefni korntegundanna, þau eru sumpart fullkomin, sumpart ófullkomin. Funk og aðrir, sem halda fram gerðarefna-kenning- unni, benda á, að bætiefni líkist að mörgu leyti gerð- arefnum. Það þurfi t. d. að eins örlítið af þeim og þau þoli illa suðu og þurk. Hvorl sem við nú hugsum okkur bætiefnin sem gerðarefni eða sem uppbótar- eða viðbótarefni við eggjahvituna, þá er það víst, að þau eru lífsnauð- synleg fyrir menn og dýr. Að vísu er varla mjög hætt við því, að okkur vanti bætiefni í matinn okkar, en þó getur fæðan orðið svo óhentug og tilbreyting- arlaus, að bætiefnin reynist af skornum skamti, sér- staklega þegar um börn er að ræða. Þau þurfa meira af bætiefnum, meðan þau eru að vaxa, en fullorðnir. Að vísu eru næg bætiefni í nýmjólk, en þó meiri í sumarmjólkinni, þegar kýrnar lifa á safamiklu grasi, en minni á vetrum, sérstaklega ef þær lifa á tómu heyi og fá engan fóðurbæti. Bætiefnalítið fóður gefur bætiefnalitla mjólk. Þetta gildir einnig um móður- mjólkina. Ef móðirin lifir á bætiefnalítilli fæðu, þá þrífst barnið ekki. Eins og áður er sagt, geta bæti- efnin rýrnað, þegar mjólk er soðin lengi. Þó getur það verið óhjákvæmilegl að sjóða hana, sérstaklega

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.