Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Síða 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Síða 15
INUNN] Bætiefni fæðunnar. 257 þegar sótlir ganga, ef hún ekki er dauðkreinsuð við lágan hita, en ekki skyldi hún soðin nema örfáar mínútur. Góð og feit mjólk þolir betur suðu en þunn. Niðursoðin mjólk, þurmjólk og barnamjöl eru bæti- efnalaus og því óhæfileg sem aðalfæða barna. þó að tilbreytingalaus fæða geti orðið of bætiefna- laus, þá er eflaust hægt að lifa góðu lifi á tilbreyt- ingalausri fæðu, ef hún er rétt valin. Við sjáum, að börnum líður vel, þó að þau fái ekki annað en mjólk. Það er alkunnugt, að irskir verkamenn lifa einatt á tómum jarðeplum, eða því sem næst, og rússneskir bændur á grófu brauði og kálsúpu, og þrífast vel, því einmitt þessar fæðutegundir eru auðugar að bæti- efnum. Hins vegar getur fæðan orðið bætiefnasnauð, t. d. þegar ræða er um veiklaðar manneskjur, sem ekki þola nema einstöku mat. Það er því gott að vita, hver matur er góður og hver lakur í þessu til- liti, og eins hvernig eigi að matreiða, til þess að bætiefnin fari ekki forgörðum. Skal ég nefna nokkur dæmi. Um mjólk er áður talað, sömuleiðis um smjör. Tólg og smjörlíki er aftur á móti bætiefnasnautt og varhugavert að gefa börnum sem einasta viðbit, en vel er það notandi banda fullorðnuni með öðrum mat. Þorskalýsi er mjög bætiefnaauðugt, og er þvi ágætt fyrir börn, sérstaklega ef mjólk er af skornum skamti. Enda hefir löng reynsla sannað ágæti lýsisins, °g væri ástæða til að athuga þelta í viðbitisleysinu. Lýsisbræðingur var áður mjög notaður hér á landi, °g gafst vel. Eggjarauða er einnig mjög bætiefna- auðug, en hvítan ekki. f fiski og kjöti eru bætiefni, en þó er fiskurinn lakari i því efni. En það er ekki sama, hvernig með matinn er farið. Efnin eyðast að vísu nokkuð við suðu, en meginið af þeim fer út í Vatnið. Soðið kjöt og soðinn fiskur er því bæliefna- rýr, en þar á móti er soðið auðugt af þeim, enda er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.