Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 47

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Side 47
iðunx) Dvöl mín meðal Éskimóa. 289 Það bar margt á góma morguninn þann. Hverjir væru nábúar þeirra í austur og norður? Hvort þeir ftokkru sinni hefðu komist í kynni við Indíána að sunnan? Hvort þeir vissu nokkuð um, að hvítir menn hefðu heimsótt land þeirra (ég gat nefnilega hugsað, þótt ekki væri það líklegt, að einhverjir hefðu komist lífs af af hinu ógæfusama skipi Franklíns, sem hafði strandað fyrir meira en hálfri öld í nánd við austurströnd Victoriu-eyjar, og höfðu þá lifað nokkurt skeið með þessu fólki). Enda þótt þeir ef- laust væru jafn-forvitnir um okkar hagi og við um þeirra, spurðu þeir þó fárra spurninga, jafnvel þótt óg hefði gefið þeim tilefni til þessa með minum mörgu spurningum. Hin aðdáanlega stilling þeirra og hæverska kom mér til að blygðast mín meir en nokkuru sinni fyr yfir forvitni minni, því að mann- fræðingur verður að spyrja margs og sumar spurn- iögar hans eru ærið nærgöngular; en þessir menn iej^stu úr öllu á hinn góðlátlegasta hátt. Aldrei höfðu þeir litið hvíta menn, þótt þeir hefðu heyrt það af þeim sagt, sem þeir greindu frá í gær; ekki höfðu þeir heldur séð Indíána, en minjar þeirra hefðu þeir S(ið á meginlandinu sunnarlega, þar sem moskus- öxarnir eru; en að sögusögn Eskimóa við Copper- mine River væru Indiánar bæði svikulir og grimmir, illir og göldróttir; að sögn þó ekki eins miklir galdra- öienn og hvítir menn, en hneigðari fyrir að nota galdra sína til ills eins. í austur byggju ýmsir Eski- öióa-kynþættir, sem væru þeim vinveittir (og nefndu þeir eina 12 þeirra). En í norður, á Victóríu-eyju, %ggju tveir kynþættir og væru þeir skemst í burtu, €nda beztu vinir þeirra. Og hvað hugsuðu þeir um mig — hverrar þjóðar héldu þeir, að ég væri? Ja, þess þyrftu þeir nú ekki að geta, þeir vissu það, því að Tannaumirk hafði Sagt þeim, að ég teldist til Ivupagmiuta; en af þeim

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.