Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1919, Page 63
IÐCNN1 Heimsmyndin nýja-. 305 Lífið þolir, eins og kunnugt er, ekki mikinn hita fremur en kulda og því verður það einungis til í skauti hinna dimmu hnatta á vissu þroskastigi þeirra. Þannig mundi mest alt líf hverfa af jörðunni við 56° hita, þótt einstöku biðgrór jurta og dýra þoli miklu meiri hita, þó nokkuð langt upp fyrir suðu- mark. í 46° liita mundu öll spendýr og fuglar deyja. Og flestar aðrar dýrategundir mundu þá dauðar fyrir löngu, sem sé við 25—30° hita, sem er töluvert fyrir neðan blóðhita mannsins. Þannig getur ekkert, sem lifs er, þolað mikinn hita, og það af þeirri einföldu ástæðu, að lifefnasamböndin, sem í því eru, taka þá þegar að sundrast og leysast upp. En af þessu leiðir aftur það, að upptaka lífsins hér á jörðu er ekki heldur að vænta fyr en jarðhitinn er orðinn tiltölu- lega lágur. Nú hafa sandsteinslög þau, sem fyrstu minjar lifs- ins hér á jörðu hafa fundisl í, áreiðanlega ekki myndast fyr en orðin var skifting láðs og lagar og jarðhitinn því var kominn niður fyrir suðumarkið (100° C.). En að fyrstu minjar lifsins hafi þó fund- ist í þessum jarðlögum, sannar aftur á móti það, að lífið og lífsverurnar komi til sögunnar liér á jörðu undir eins og þeim er orðið lífvænt, undir eins og jarðhitinn leyfði, að svo flókin lífefnasambönd, sem í þessum verum eru, yrðu til. En lífið þurfti aðdrag- anda og undirbúning, áður en það yrði til. Áður en sjálfar Iífsverurnar urðu til, urðu að verða til líf- efnasambönd, er gerðu lifsverunum það kleift að verða til og halda lífi, eftir að þær voru orðnar til. Og nú er það eftirtektarvert, að í jarðlögunum, sem mynduðust um það bil og rétt áður en lífsver- urnar koma í ljós, finnast ýms ólífræn fjöleindasam- bönd, er myndast hafa í hinum volgu höfum. Eru þetta einkum aluminium- og silicium-sambönd, sem enn má finna i leir- og sandsteinslögum. En af

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.